Afturkalli leyfi til Valsmanna

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu til í borgarráði í gær að framkvæmdaleyfi á svæði Valsmanna við Hlíðarenda yrði dregið til baka tímabundið. „Bent er á að uppbygging á Valssvæðinu sé óheimil með vísan til laga um loftferðir,“ vitnuðu sjálfstæðismenn til bréfs innanríkisráðuneytisins. Lögðu þeir til að leyfið yrði dregið til baka þar til Samgöngustofa hefur lokið umfjöllun… Continue reading Afturkalli leyfi til Valsmanna

Dagur: Borgin innan heimilda á Hlíðarenda

©Vb.is

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að Reykjavíkurborg hafi verið innan fullra heimilda þegar gefið var út framkvæmdaleyfi á svæði Valsmanna við Hlíðarenda. Um undirbúningsframkvæmdir sé að ræða sem séu utan fluglínu. Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir það hafa verið með öllu ótímabært að gefa út framkvæmdaleyfi og hefja framkvæmdir við Hlíðarenda. Þetta kemur fram í bréfi… Continue reading Dagur: Borgin innan heimilda á Hlíðarenda

Ólöf Nordal beitir sér gegn framkvæmdum á Hlíðarenda

Innanríkisráðuneytið sendi bréf á Dag B. Eggertsson, borgarstjóra Reykjavíkur, fyrir viku síðan þar sem það lýsir þeirri afstöðu sinni að það hafi verið „með öllu ótímabært að gefa út framkvæmdaleyfi og hefja framkvæmdir“ á svæði Valsmanna við Hlíðarenda. Ástæðan er sú að framkvæmdirnar, sem séu undanfari frekari uppbyggingar og byggingaframkvæmda í Vatnsmýrinni, geti ekki átt… Continue reading Ólöf Nordal beitir sér gegn framkvæmdum á Hlíðarenda

Byrjað að grafa við flugbrautarendann

Reykjavíkurborg og Valsmenn hf. hófu í gær framkvæmdir við Hlíðarendabyggð, en forsenda þess að hún rísi er að minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. Byrjað er á því að setja upp öryggisgirðingu en gert ráð fyrir að lagning framkvæmdavegar hefjist svo um miðja viku. Í haust er svo stefnt að því að hefja byggingarframkvæmdir. Í viðtali í… Continue reading Byrjað að grafa við flugbrautarendann

Segir íbúðir Valsmanna auka á umferðarvandann

Fyrirhuguð byggð Valsmanna á Hlíðarenda.

Ólafur Kr. Guðmundsson, varaformaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda og varamaður í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar, segir að framkvæmdir Valsmanna hf. við Hlíðarenda muni auka á umferðarvanda borgarinnar. Til stendur að byggja yfir 800 íbúðir á svæðinu. Ólafur segir að engin áform séu uppi um að breyta umferðarkerfinu vegna þessa. „Þetta verður eins og lítil varta þarna… Continue reading Segir íbúðir Valsmanna auka á umferðarvandann

Áformað er að hverfi 600 íbúða rísi á Hlíðarenda

Fyrirhuguð byggð Valsmanna á Hlíðarenda.

Skrifað var í dag undir fyrstu verksamninga vegna umdeilds íbúðahverfis á Hlíðarenda, sem rísa á við flugbrautarenda Reykjavíkurflugvallar, og eiga framkvæmdir að hefjast á mánudag. Þetta kom fram í viðtali við Brynjar Harðarson, framkvæmdastjóra Valsmanna hf., í fréttum Stöðvar 2. Fulltrúar Reykjavíkurborgar, Knattspyrnufélagsins Vals og Valsmanna hf. rituðu undir verksamninga við GT-verktaka um lagningu framkvæmdavegar… Continue reading Áformað er að hverfi 600 íbúða rísi á Hlíðarenda

Framkvæmdir hefjast við Valssvæðið á mánudag

Mynd: Vatnsmýri

Mikið hefur verið deilt um fyrirhugaðar framkvæmdir hjá Valsmönnum við flugvallarsvæðið. Ekki eru menn sammála hvort framkvæmdir séu byrjaðar eða ekki.  Í kjölfar færslu á Facebook síðu ” Ég vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri “ Það sem þeir eru að vísa til er eins og margt annað sem þeir vísa til, bara tóm steypa,“ segir… Continue reading Framkvæmdir hefjast við Valssvæðið á mánudag