Nú um helgina verður byrjað að sprengja fyrir sökkli nýs mannvirkis við rætur Vaðlaheiðar, austan megin í Eyjafirði. Þar er á ferðinni Finnur Aðalbjörnsson jarðvinnuverktaki en hann hefur ásamt konu sinni, Sigríði Maríu Hammer, lagt út í stórtæka uppbyggingu á jörð sem þau festu kaup á í september í fyrra. Þar er ætlunin að opna… Continue reading Skógarböðin opnuð í febrúar 2022
Tag: Vaðlaheiðargöng
Tekjur af Vaðlaheiðargöngum miklu lægri en áætlað var
Tekjur af ökumönnum sem fara í gegnum Vaðlaheiðargöng eru um 35 prósent lægri en áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Að sama skapi hefur umferð um göngin verið undir væntingum, auk þess sem fleiri ökumenn hafa fengið afslátt vegna fyrirframgreiddra ferða en áætlað var. Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga, telur að ýmsar ástæður kunni að vera fyrir… Continue reading Tekjur af Vaðlaheiðargöngum miklu lægri en áætlað var
Dæmd til að greiða verktaka 37 milljónir
Hæstiréttur dæmdi í dag Vaðlaheiðargöng hf. til að greiða verktakanum Ósafli hf. rúmar 37 milljónir króna vegna 1,2% lækkunar á efnisgjaldi sem samið var um eftir að virðisaukaskattur var lækkaður. Virðisaukaskattur á Íslandi var lækkaður úr 25,5% í 24% í upphafi árs 2015 og fóru Vaðlaheiðargöng þess á leit við verktakann, Ósafl, að umsamið einingarverð,… Continue reading Dæmd til að greiða verktaka 37 milljónir
Byrjað að rukka í Vaðlaheiðargöng: „Þetta er nútíminn“
Formleg gjaldtaka í Vaðlaheiðargöng hófst á miðnætti í gær. Búið er að selja 55 þúsund ferðir í gegnum göngin frá því að sala á áskriftum og ferðum hófst. Göngin voru opnuð fyrir umferð 21. desember og var frítt í göngin fyrst um sinn, þangað til í dag. Svo virðist sem að Eyfirðingar og nærsveitungar hafi… Continue reading Byrjað að rukka í Vaðlaheiðargöng: „Þetta er nútíminn“
Fjöldi farið um Vaðlaheiðargöng til að skoða
Umferð um Vaðlaheiðargöng fyrsta sólarhringinn eftir opnun var þrisvar sinnum meiri en yfir Víkurskarð á þessum árstíma, segir Valgeir Bergmann Magnússon, framkvæmdastjóri ganganna. Líklega megi skýra aukninguna á því að margir hafi gert sér ferð til að skoða þau. Vaðlaheiðargöng voru opnuð klukkan 18 á föstudagskvöld og fyrsta sólarhringinn fóru hátt í þrjú þúsund ökutæki… Continue reading Fjöldi farið um Vaðlaheiðargöng til að skoða
Tvöfalt dýrara í Vaðlaheiðargöngin en Hvalfjarðargöngin
Búast má við að veggjöld um Vaðlaheiðargöng sem opnuð verða á næstunni verði allt að tvöfalt hærri en verið hafi um Hvalfjarðargöng og muni skila um 800 milljónum króna á ári. Þetta á bæði við um fólksbíla og stóra flutningambíla þannig að gjöld verði um 2000 krónur fyrir fólksbíla og allt að 6000 krónur fyrir… Continue reading Tvöfalt dýrara í Vaðlaheiðargöngin en Hvalfjarðargöngin
Stefna á að taka Vaðlaheiðargöng í notkun í byrjun desember
Vaðlaheiðargöng verða tekin í notkun 1. desember gangi allt að óskum. Verktakinn sem hefur unnið að greftri ganganna og félagið Vaðlaheiðargöng hf. staðfestu í dag samkomulag um verklokadag og gerðu samkomulag um uppgjör og greiðslu bóta til verktakans. Stjórnarformaður Vaðlaheiðaganga segir að kostnaður við göngin verði innan ramma lánsheimildar ríkisins. Ósafl sf. afhendir göngin tilbúin… Continue reading Stefna á að taka Vaðlaheiðargöng í notkun í byrjun desember
Milljarðakröfur vegna tafa á Vaðlaheiðargöngum
Verktaki við gerð Vaðlaheiðarganga hefur gert milljarða króna kröfur á verkkaupann. Ágreiningur er milli fyrirtækjanna vegna mikilla tafa við gerð ganganna. Verktakinn, Ósafl, krefst þess að fá greiddar bætur upp á milljarða vegna þeirra tafa sem hafa orðið við gerð Vaðlaheiðarganga, í yfir 20 mismunandi kröfum á verkkaupann, Vaðlaheiðargöng hf. Morgunblaðið greinir frá. Stærsta krafan… Continue reading Milljarðakröfur vegna tafa á Vaðlaheiðargöngum
Malbikun hafin í Vaðlaheiðargöngum
Malbikun hófst í Vaðlaheiðargöngum um miðja síðustu viku. Hlaðbær Colas er undirverkati Ósafls við malbikunina. Áætlað er að malbika göngin í tveimur áföngum. Í fyrri áfanga verður miðhluti ganganna malbikaður, um það bil 2,5 kílómetra langur kafli. Þetta er svæðið á milli þeirra tveggja staða í göngunum þar sem enn rennur vatn. „Svo er áætlað er að… Continue reading Malbikun hafin í Vaðlaheiðargöngum
Vaðlaheiðargöng ekki tilbúin á þessu ári
Vaðlaheiðargöng verða ekki tilbúin á þessu ári. Í drögum að nýrri verkáætlun er gert ráð fyrir opnun þeirra 15. janúar. Stjórnarformaður Ósafls gagnrýnir framkvæmdastjóra Vaðlaheiðarganga fyrir að birta í fjölmiðlum gögn sem lögð eru fyrir á verkfundi áður en þau eru rædd. Fréttablaðið greindi fyrst frá því í vikunni að í nýjum drögum að verkáætlun,… Continue reading Vaðlaheiðargöng ekki tilbúin á þessu ári