Segir sveitarfélög á Norðurlandi vilja raflínur í jörðu

Mynd: Ágúst Ólafsson - RÚV

Sveitarstjórinn í Hörgársveit segir að RARIK og Landsnet verði að fá aukið fé til framkvæmda úr ríkissjóði til að byggja upp raforkukerfi sem standist verstu veður. Sveitarfélög á Norðurlandi hyggist þrýsta verulega á að það gangi eftir. Loftlínur sem gáfu sig í Hörgárdal verða lagðar í jörðu. Dreifingu rafmagns í Hörgársveit hefur að stórum hluta… Continue reading Segir sveitarfélög á Norðurlandi vilja raflínur í jörðu

Iðnaðarráðherra vill átak í þrífösun rafmagns

Mynd: Björgvin Kolbeinsson - RÚV

Iðnaðarráðherra hyggst leggja til þriggja ára átak til að flýta því að koma á þriggja fasa rafmagni í væntanlegri fjármáláætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2020-2024. Þá verði forgangsröðun breytt. Í fyrsta áfanga skuli ráðast í þrífösun rafmagns í Skaftárhreppi og á Mýrum. Þörf og samlegðaráhrif ráði forgangsröðun Í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu kemur fram að… Continue reading Iðnaðarráðherra vill átak í þrífösun rafmagns

RARIK bregst við orkuþörf risahótels

Mynd: Fosshotel.is

Raforkuþörf nýs lúxushótels á Hnappavöllum sem opnað var í sumar er svo mikil að til að anna henni hefur RARIK þurft að grípa til aðgerða og þörf er á frekari aðgerðum til að tryggja afhendingu rafmagns. Truflanir ekki hótelinu að kenna Það var í júní síðastliðnum sem opnað var nýtt og stórt fjögurra stjörnu lúxushótel… Continue reading RARIK bregst við orkuþörf risahótels

Þriggja fasa rafmagn nauðsynlegt í dreifbýli

mynd: ruv.is

Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir það standa atvinnuþróun í sveitum landsins fyrir þrifum að ekki sé aðgangur að þriggja fasa rafmagni. Það sé ekki síður áríðandi en gott gagnasamband um ljósleiðara. Eins og greint var frá í fréttum RÚV í síðustu viku gætu ung hjón á bænum Karlsstöðum í Berufirði þurft að loka lítilli matvælavinnslu… Continue reading Þriggja fasa rafmagn nauðsynlegt í dreifbýli

Eldur blossaði upp í rafmagnstöflu

Maður brenndist í andliti þegar eldur blossaði upp í rafmagnstöflu sem hann var að vinna við í Laugarási síðastliðinn föstudag. Maðurinn var fluttur á heilsugæslustöðina í Laugarási þar sem læknir gerði að sárum hans. Málið er í rannsókn hjá lögreglunni á Suðurlandi en Vinnueftirlit og Mannvirkjastofnun koma einnig að rannsókninni. Heimild:Sunnlenska.is