Tveggja milljarða hagnaður Valsfélags

Mynd: Eva Björk Ægisdóttir

Knattspyrnufélagið Valur fékk rúmlega 227 milljónir í styrki frá félögum í kringum uppbyggingu á Hlíðarenda Hlíðarfótur ehf., sem vinnur að uppbyggingu íbúða að Hlíðarenda í Reykjavík, hagnaðist um ríflega tvo milljarða króna á síðasta rekstrarári. Hjartað í starfsemi Valsfélaganna, Hlíðarendi ses., virðist undanþegið greiðslu tekjuskatts. Tekjur Hlíðarfótar á síðasta ári námu 9.569 milljónum króna en… Continue reading Tveggja milljarða hagnaður Valsfélags

Heim­ili of þétta byggð

Ólaf­ur seg­ir að í gild­andi aðal­skipu­lagi var mælt­gegn upp­bygg­ingu eins og á sér staðá Hlíðar­enda. Það mætti má færa fyr­ir þvír­ök að hún hafi verið í and­stöðu viðgild­andi aðal­skipu­lag.

Örn Þór Hall­dórs­son arki­tekt hef­ur áhyggj­ur af því að breyt­ing­ar­til­laga á aðal­skipu­lagi Reykja­vík­ur­borg­ar muni heim­ila of þétta byggð sem gæti komið niður á íbú­um í ný­bygg­ing­um borg­ar­inn­ar. Sig­ur­borg Ósk Har­alds­dótt­ir, formaður skipu­lags- og sam­gönguráðs borg­ar­inn­ar, tel­ur að svo verði ekki. Örn tel­ur að með breyt­ing­ar­til­lög­unni séu „verstu hugs­an­legu aðstæður“ hvað varðar hæð húsa miðað við… Continue reading Heim­ili of þétta byggð

Mal­bikað, hellu­lagt og gróður­sett á Hlíðar­enda

Árið 2020 verður farið í fram­kvæmd­ir á veg­um Reykja­vík­ur­borg­ar á þessu svæði fyr­ir 600 millj­ón­ir króna.

Haf­ist verður handa við að ganga frá yf­ir­borði í hinu nýja hverfi á Hlíðar­enda­svæðinu í kring­um næstu mánaðamót. Heild­ar­kostnaður við yf­ir­borðsfrá­gang verður um 820 millj­ón­ir króna. Stærsti hluti fram­kvæmd­anna verður á þessu ári. Um er að ræða fullnaðarfrá­gang yf­ir­borðs í hverf­inu eins og mal­bik­un um­ferðargatna, hellu­lögn göngu- og hjóla­stíga, gróður­setn­ingu og grasbeð auk lýs­ing­ar gatna… Continue reading Mal­bikað, hellu­lagt og gróður­sett á Hlíðar­enda

09.03.2020 Hlíðarendi – Yfirborðsfrágangur

Mynd: Reykjavíkurborg

F.h. Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í eftirfarandi verk: Hlíðarendi – Yfirborðsfrágangur,  EES útboð nr. 14741. Verkið felst í að ganga frá yfirborði í nýju íbúahverfi á Hlíðarenda ásamt því að ganga frá lögnum og strengjum veitufyrirtækja. Meðal verkliða eru jarðvinna fyrir heimlögnum vatnsveitu, hitaveitu, rafveitu, fjarskiptalögnum, gróðurbeðum og ljósastaurum. Lagning og frágangur fráveitulagna,… Continue reading 09.03.2020 Hlíðarendi – Yfirborðsfrágangur

Stærsta hús­fé­lag lands­ins stofnað á Hlíðar­enda

Fram­kvæmd­ir hóf­ust á Hlíðarfæti í júní 2018. Sala íbúða er haf­in og kauptil­boð eru kom­in í tæp­lega helm­ing þeirra 120 eigna sem komn­ar eru í sölu.

Stærsta ein­staka hús­fé­lag lands­ins, með flest­um íbúðum/​ein­ing­um, hef­ur verið stofnað af fyr­ir­tæk­inu Eignaum­sjón hf. fyr­ir fram­kvæmda­fé­lagið Hlíðarfót ehf. Hlíðarfót­ur er með 191 íbúð í smíðum í 11 sam­tengd­um bygg­ing­um á F-reit á Hlíðar­enda und­ir merk­inu 102reykja­vik.is. Í til­kynn­ingu frá Eignaum­sjón seg­ir að til­gang­ur hús­fé­lags­ins sé að ann­ast rekst­ur sam­eign­ar fjöleign­ar­húss­ins á F-reitn­um og verður það… Continue reading Stærsta hús­fé­lag lands­ins stofnað á Hlíðar­enda

Marg­ir vilja búa á Hlíðar­enda

Teikn­ing/​Alark arki­tekt­ar

Fyrsta íbúðin í nýj­um íbúðakjarna á Hlíðar­enda var af­hent í byrj­un vik­unn­ar. Íbúðirn­ar eru í nýrri götu, Smyr­ils­hlíð, en þar hafa fimm stiga­gang­ar komið í sölu. Á Hlíðar­enda verða sex reit­ir með íbúðum. Fyrsti reit­ur­inn, reit­ur B, fór í sölu sum­arið 2017. Þar eru 40 íbúðir í fjöl­býl­is­hús­inu Arn­ar­hlíð 1. Upp­steypa á íbúðareit­um C, D,… Continue reading Marg­ir vilja búa á Hlíðar­enda

Fram­kvæmd­ir á Hlíðar­endareit teygja sig að Reykja­vík­urflug­velli

Fram­kvæmd­ir á Hlíðar­endareit teygja sig að Reykja­vík­urflug­velli. Mynd: mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Hús­in á Hlíðar­enda í Vatns­mýri rísa hratt um þess­ar mund­ir. Verk­tak­ar og vinnu­vél­ar í tuga­tali eru að störf­um en sam­kvæmt deili­skipu­lagi er gert ráð fyr­ir um 600 íbúðum á svæðinu. Í mörg­um hús­um er reiknað með at­vinnu­hús­næði á jarðhæð í götu­hæð. Einnig hyggj­ast Vals­menn byggja þar knatt­hús og fjöl­nota íþrótta­mann­virki. Svæðið er í mik­illi ná­lægð… Continue reading Fram­kvæmd­ir á Hlíðar­endareit teygja sig að Reykja­vík­urflug­velli

Segja fullyrðingar verktaka í Bítinu fjarri sanni

Mynd: Fréttablaðið/Anton Bri

Fullyrðingar verktakans Leifs Guðjónssonar á Bylgjunni í morgun um framkvæmdir á Hlíðarenda og við Landspítalann standast ekki skoðun. Þetta segja verkefnastjórar framkvæmdanna tveggja í samtali við Vísi en Leifur fór mikinn í útvarpsþættinum Bítið þar sem hann sagðist ekki skilja hvers vegna að efni sem á sprengja við Landspítalann hafi ekki verið nýtt á Hlíðarenda… Continue reading Segja fullyrðingar verktaka í Bítinu fjarri sanni

Heimir og Gulli sprungu úr hlátri þegar Leifur verktaki sagði þeim grátlega staðreynd um Landspítalann og Hlíðarenda

Heimir Karlsson og Gunnlaugur Helgason, þáttastjórnendur á Bylgjunni, réðu varla við sig úr hlátri í Bítinu í morgun þegar þeir ræddu við Leif Guðjónsson verktaka um framkvæmdirnar við byggingu nýs Landspítala við Hringbraut. Það verður sprengt á svæðinu við Barnaspítalann og er gert ráð fyrir að það þurfi að fjarlægja 270 þúsund rúmmetra af sprengdu… Continue reading Heimir og Gulli sprungu úr hlátri þegar Leifur verktaki sagði þeim grátlega staðreynd um Landspítalann og Hlíðarenda

Segir íbúðirnar sniðnar að fyrstu kaupendum

Fyrirhuguð byggð Valsmanna á Hlíðarenda.

Íbúðir í fyrsta fjölbýlishúsinu í nýrri Hlíðarendabyggð voru sýndar í dag. Verðið er frá tæpum fjörutíu milljónum króna en framkvæmdastjóri segir einblínt á fyrstu kaupendur. Fyrirhugað er að um 800 íbúðir rísi á svæðinu á næstu árum. Um verður að ræða blandaða byggð þjónustu á neðstu hæðum og íbúðarrýma á þeim efri. Brynjar Harðarson, framkvæmdastjóri… Continue reading Segir íbúðirnar sniðnar að fyrstu kaupendum