Mikil uppbygging síðustu ára er farin að skila sér í aukinni sölu nýbygginga um land allt. Dýrastar eru nýjar íbúðir í miðbæ Reykjavíkur en ódýrastar í Njarðvík. Athugun á gögnum í Verðsjá Þjóðskrár Íslands gefur til kynna að vel virðist ganga að selja nýjar íbúðir, en á fyrri hluta árs seldust alls 1.424 nýjar íbúðir… Continue reading Stóraukin sala nýrra íbúða
Tag: fasteignaverð
Íbúðum í byggingu fækkar um fjórðung milli ára
Um 3.523 íbúðir eru í byggingu á höfuðborgarsvæðinu en þær voru 4.610 fyrir ári síðan. Íbúðum í byggingu fækkar þannig um fjórðung milli ára og hafa ekki verið færri á landsvísu í fjögur ár. Þetta kemur fram í úttekt Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem byggir á tölum Samtaka iðnaðarins. „Ástandið hefur verið frekar svart undanfarið. Það… Continue reading Íbúðum í byggingu fækkar um fjórðung milli ára
Verulega hægir á íbúðafjárfestingu
Verulega hefur hægt á íbúðafjárfestingu hér á landi samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofu Íslands. Íbúðafjárfesting dróst saman um 21% milli ára á öðrum ársfjórðungi þessa árs sem er mesti samdráttur sem hefur mælst síðan á öðrum ársfjórðungi ársins 2010. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans. Þar kemur jafnframt fram að þetta er annar ársfjórðungurinn í röð… Continue reading Verulega hægir á íbúðafjárfestingu
Húsnæði sem fólk vill ekki eða hefur ekki efni á
Þrátt fyrir viðvörunarorð var farið í að byggja íbúðir sem kaupendur hvorki vilja né hafa ráð á að kaupa, segir hagfræðingur. Afleiðingin er sú að það getur tekið marga mánuði að selja nýjar íbúðir. Í nýútkominni skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar kemur fram að húsnæðismarkaður á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni hafi almennt verið stöðugur í fyrra. Þrjár… Continue reading Húsnæði sem fólk vill ekki eða hefur ekki efni á
Sölutími nýrra íbúða ekki lengri frá 2016
Meðalsölutími annarra en nýrra íbúða í borginni hélst stöðugur 2019 meðan sölutími nýrra íbúða fór í að meðaltali 217 daga. verðhækkanir á fasteignamarkaði hafa almennt verið fremur hógværar samhliða talsverðum vexti í fjölda nýrra íbúða á árinu 2019 að því er fram kemur í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og Mannvirkjastofnunar, sem tekið hefur við hlutverki Íbúðalánasjóðs… Continue reading Sölutími nýrra íbúða ekki lengri frá 2016
Mest verðhækkun íbúða í Garðabæ
Íbúðir í miðborg Reykjavíkur ekki lengur jafnmikið dýrari en annars staðar. Nýbyggingar dýrastar í Háaleitishverfi. Þó stöðugleiki hafi verið á íbúðamarkaði höfuðborgarsvæðisins undanfarið og verðhækkanir síðasta árs sögulega litlar hefur verðþróunin verið mjög mismikil eftir hverfum. Þannig hefur íbúðaverð í Garðabæ hækkað mest, eða um tæp 7% í fyrra, meðan verðþróun í miðbænum virðist ekki… Continue reading Mest verðhækkun íbúða í Garðabæ
Söluverð fasteigna að nálgast byggingarkostnað á Austurlandi
Fasteignasali segir austfirskan fasteignamarkað, einkum á Fljótsdalshéraði, hafa verið óvenju líflegan það sem af er ári. Tvær vikur eru síðan flutt var inn í síðustu íbúðirnar í fjölbýlishúsinu að Miðvangi 6 í miðbæ Egilsstaða. Húsið er í daglegu tali kennt við Hlymsdali, félagsaðstöðu aldraðra sem er á neðstu hæðinni, en íbúðir í húsinu eru ætlaðar… Continue reading Söluverð fasteigna að nálgast byggingarkostnað á Austurlandi
Fimm hótelíbúðir á Laugavegi 85 eru til sölu á 500 milljónir króna
Fimm hótelíbúðir á Laugavegi 85 eru til sölu á 500 milljónir króna. Eigandi íbúðanna keypti hús á lóðinni árið 2005 fyrir 48 milljónir og byggði stærra hús á grunni þess gamla. Íbúðirnar fimm eru leigðar út af íbúðahóteli. Þær seljast með innbúi og öllum húsgögnum. Á bókunarvefnum Booking.com er hægt að leigja íbúð af félaginu… Continue reading Fimm hótelíbúðir á Laugavegi 85 eru til sölu á 500 milljónir króna
Framboð nýrra íbúða bítur ekki á verðið
Hagfræðideild Landsbankans telur ekki líklegt að aukið framboð nýrra íbúða leiði til verðlækkana vegna þess að þær eru að jafnaði stærri og með hærra fermetraverð en eldri íbúðir. Þetta kom fram á morgunfundi Landsbankans í dag þar sem þjóðhagsspá hagfræðideildarinnar var kynnt. Spáð er 19% hækkun fasteignaverðs milli áranna 2016 og 2017 og reiknar hagfræðideildin… Continue reading Framboð nýrra íbúða bítur ekki á verðið
Fasteignaverð hefur hækkað hraðar en byggingarkostnaður á síðasta ári
Fasteignaverð hefur hækkað margfalt hraðar en byggingarkostnaður á síðustu 12 mánuðum. Byggingarvísitalan, sem segir til um kostnað við húsbyggingar, hefur einungis hækkað um 1,1% á meðan vísitala fasteignaverðs fyrir landið allt hækkaði um 24,2%. Þetta er 22 föld meiri hækkun fasteignaverðs en byggingarkostnaðar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ÍbúðalánasjóðiÍ tilkynningunni segir Guðmundur Sigfinnsson, hagfræðingur… Continue reading Fasteignaverð hefur hækkað hraðar en byggingarkostnaður á síðasta ári