Segja rangt að það stefni í metár í byggingu íbúða

Mynd: Birgir Þór Harðarson - RÚV

Samtök iðnaðarins segja ekki rétt að það stefni í metár í byggingu nýrra íbúða í Reykjavík, eins og Pawel Bartoszek, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar hélt fram á Facebook síðu sinni á föstudaginn. Íbúðatalning samtakanna styðji alls ekki þá fullyrðingu. „Samkvæmt talningu SI eru í Reykjavík nú tæplega 1.900 íbúðir í byggingu og nemur samdrátturinn… Continue reading Segja rangt að það stefni í metár í byggingu íbúða

Gagnrýnir skipulagsleysi á húsnæðismarkaði

Mynd: Kristinn Þeyr Magnússon / RÚV

Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir að nálgast þurfi húsnæðismarkaðinn með skipulagðari hætti. Hann segir Íslendinga eiga mjög erfitt með að horfa á heildarmyndina og meta heildarhagsmuni. Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands ákvað í gær að setja reglur um hámark greiðslubyrðar fasteignalána. Reglurnar kveða á um að greiðslubyrðarhlutfall fasteignalána takmarkist almennt við 35 prósent og 40 prósent fyrir fyrstu… Continue reading Gagnrýnir skipulagsleysi á húsnæðismarkaði

Ekki færri íbúðir í byggingu síðan 2017

Framkvæmdir standa yfir á Héðinsreitnum í Vesturbæ Reykjavíkur. Reiknað er með því að 300 íbúðir rísi á reitnum. Einkum er um að ræða smærri íbúðir. VÍSIR/VILHELM

Áframhaldandi samdráttur er í byggingu nýrra íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Samtaka iðnaðarins (SI). Ekki hafa verið færri íbúðir í byggingu á höfuðborgarsvæðinu síðan í mars 2017. Nú eru 3.387 íbúðir í byggingu samkvæmt greiningunni, en á sama tíma í fyrra voru íbúðir í byggingu 4.127 talsins. Samdráttur milli ára er… Continue reading Ekki færri íbúðir í byggingu síðan 2017

1.422 íbúðir á markað í Reykjavík á fyrri hluta ársins

Samtals komu 1.422 íbúðir á markað í Reykjavík á fyrstu sex mánuðum ársins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sam­tals 1.422 íbúðir komu inn á hús­næðismarkaðinn í Reykja­vík á fyrstu sex mánuðum árs­ins. Þetta kem­ur fram í sam­an­tekt um íbúðaupp­bygg­ingu í Reykja­vík fyr­ir ann­an árs­fjórðung. Sam­tals voru 2.269 íbúðir í bygg­ingu við lok árs­fjórðungs­ins, en skipu­lag fyr­ir aðrar 5.175 íbúðir var aug­lýst á árs­fjórðungn­um. Fram kem­ur í sam­an­tekt­inni að embætti bygg­ing­ar­full­trúa hafi á árs­fjórðungn­um… Continue reading 1.422 íbúðir á markað í Reykjavík á fyrri hluta ársins

Stóraukin sala nýrra íbúða

Mynd: Landsbankinn

Mikil uppbygging síðustu ára er farin að skila sér í aukinni sölu nýbygginga um land allt. Dýrastar eru nýjar íbúðir í miðbæ Reykjavíkur en ódýrastar í Njarðvík. Athugun á gögnum í Verðsjá Þjóðskrár Íslands gefur til kynna að vel virðist ganga að selja nýjar íbúðir, en á fyrri hluta árs seldust alls 1.424 nýjar íbúðir… Continue reading Stóraukin sala nýrra íbúða

Vill koma í veg fyrir fasteignabólu

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. mbl.is/Kristinn Magnússon

Seðlabank­inn lækkaði í vik­unni há­mark veðsetn­ing­ar­hlut­falls fast­eignalána til neyt­enda úr 85% niður í 80%. Há­marks­hlut­fall fyr­ir fyrstu kaup­end­ur er enn óbreytt eða 90%. Ásgeir Jóns­son seðlabanka­stjóri sagði í Sprengjusandi á Bylgj­unni í dag að um væri að ræða fyr­ir­byggj­andi aðgerð til þess að koma í veg fyr­ir að fast­eigna­bóla mynd­ist og fast­eigna­verð fari upp úr öllu valdi.… Continue reading Vill koma í veg fyrir fasteignabólu

Átta þúsund nýjar íbúðir

Sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins áætla að 8 þúsund nýjar íbúðir komi inn á markaðinn árin 2021-24. Formað er að 8 þúsund fullbúnar íbúðir komi á markað á höfuðborgarsvæðinu fyrir árslok 2024. Meirihlutinn verður í Reykjavík, en Garðabær bætir við langflestum íbúðum hlutfallslega, auk þess að vera með langstærsta einstaka uppbyggingarreitinn. Gert er ráð fyrir mun fleiri íbúðum… Continue reading Átta þúsund nýjar íbúðir

Samþykktu ályktun um ástandsskýrslur fasteigna

Mynd: Birgir Þór Harðarson - RÚV

Alþingi samþykkti í dag þingsályktunartillögu um að ástandsskýrslur fylgi seldum fasteignum. Þingflokkur Pírata og Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, lögðu tillöguna fram í fyrra og var það í raun í fimmta sinn sem það var gert. Samkvæmt ályktuninni eru skýrslurnar hugsaðar sem greinargóðar upplýsingar um ástand fasteignar, unnar af óháðu matsfólki. Þær eiga að upplýsa… Continue reading Samþykktu ályktun um ástandsskýrslur fasteigna

„Hraðahindrun á framkvæmdanna vegi“

Mynd: Þór Ægisson / RÚV

Margar kvartanir berast vegna galla í nýjum fasteignum. Hraða á byggingamarkaði er yfirleitt um að kenna, segir formaður Húseigendafélagsins. Sumir kaupendur segja seljendur lítið vilja hlusta á kvartanir og líti á kaupendur sem hraðahindrun á framkvæmdanna vegi, segir formaðurinn. Mikið er um að vera á byggingamarkaði þessi misserin, mikið byggt og selt. Formaður Húseigendafélagsins segir… Continue reading „Hraðahindrun á framkvæmdanna vegi“

Litlar líkur á í­búða­skorti en ó­víst hvort byggt sé í takt við eftir­spurn

Tæplega 2.600 íbúðir voru á byggingastigum eitt til þrjú um síðustu áramót.

Litlar líkur eru á því að skortur verði á íbúðum miðað við það magn sem er nú í byggingu og þann fjölda íbúða sem þarf til að mæta þörf. Þetta segir hagfræðideild Landsbankans sem bætir þó við að það annað mál hvort verið sé að byggja í takt við eftirspurn. Opinber gögn bendi til þess… Continue reading Litlar líkur á í­búða­skorti en ó­víst hvort byggt sé í takt við eftir­spurn