Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, segir ekki eðlilegt að lífeyrissjóðir fjármagni fasteignafélög sem kaupi upp heilu fjölbýlishúsin og eigi í þeim hlut. Þeir séu með því í samkeppni við sjóðfélaga sína og sprengi upp íbúðaverð. Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um rúm 16 prósent á síðustu tólf mánuðum. Hækkun húsnæðisverðs skýrist að hluta til… Continue reading Bæjarstjóri segir óeðlilegt að lífeyrissjóðir fjármagni fasteignafélög
Tag: fasteignafélög
Reitir kaupa fasteignir fyrir átján milljarða
Reitir fasteignafélag hefur ákveðið að ganga til samninga við eigendur fasteignasjóðanna SRE I slhf. og SRE II slhf. sem eru í rekstri sjóðastýringarfyrirtækisins Stefnis, dótturfélags Arion banka, um kaup á tilteknum fasteignafélögum fyrir tæplega átján milljarða króna. Kaup Reita, sem er stærsta fasteignafélag landsins, verða að fullu fjármögnuð með lánsfé og yfirtöku áhvílandi skulda. Þetta… Continue reading Reitir kaupa fasteignir fyrir átján milljarða
Eik hagnast um 1,5 milljarða
Fasteignafélagið Eik hagnaðist um 1,5 milljarða króna á fyrri hluta ársins. Rekstrartekjur Eikar námu 2.883 milljónum króna, þar af voru leigutekjur 2.719 milljónir króna samkvæmt uppgjörstilkynningu. Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu og afskriftir nam 1.971 milljón króna. Eik var skráð í Kauphöll Íslands fyrr á þessu ári og nemur einskiptiskostnaður vegna þessa 88 milljónum króna. Virði hlutabréfa… Continue reading Eik hagnast um 1,5 milljarða
Kaup og afhending á félögum Fastengis ehf. til Regins hf.
Þann 20. mars sl. var undirritaður kaupsamningur milli Regins hf. og Fastengis ehf. um kaup Regins hf. á öllu hlutafé í Fjárvara ehf., Bréfabæ ehf. og Sævarhöfða 2 ehf. Fastengi ehf. er dótturfélag Miðengis ehf., sem er félag í 100% eigu Íslandsbanka. Kaupsamningur var með fyrirvara um fjármögnun kaupanna, niðurstöðu áreiðanleikakannana og samþykki Samkeppniseftirlitsins. Öllum… Continue reading Kaup og afhending á félögum Fastengis ehf. til Regins hf.
Árshlutareikningur Regins fyrstu þrjá mánuði ársins 2015
Árshlutareikningur Regins fyrstu þrjá mánuði ársins 2015. Árshlutareikningur Regins hf. 1. janúar 2015 til 31. mars 2015 var samþykktur af stjórn þann 28. maí 2015. · Rekstrartekjur námu 1.242 milljón króna. · Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu og afskriftir var 799 milljónir króna. · Bókfært virði fjárfestingareigna í lok tímabils er 53.664 m.kr. Matsbreyting á tímabilinu… Continue reading Árshlutareikningur Regins fyrstu þrjá mánuði ársins 2015
Lánshæfi fasteignafélaga með hæsta móti
Öll fasteignafélögin þrjú sem skráð eru á Aðalmarkað Kauphallarinnar, þau Reginn, Reitir og Eik, fá góða lánshæfiseinkunn samkvæmt nýju mati ALM Verðbréfa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá matsfyrirtækinu. Þar kemur fram að lánshæfiseinkunn félaganna liggi á bilinu A- til A+, en fyrirtækið metur öll helstu verðbréf á íslenska markaðnum og er lánshæfiseinkunn fasteignafélaganna með… Continue reading Lánshæfi fasteignafélaga með hæsta móti
Foss Fasteignafélag hagnast um 94 milljónir
Foss Fasteignafélag á og rekur húsið að Bæjarhálsi 1. Eignin er metin er á 5,2 milljarða í ársreikningi. Foss Fasteignafélag slhf., sem á og rekur fasteignir að Bæjarhálsi 1, hafði 208 milljónir í húsaleigutekjur í fyrra. Það voru einu tekjurnar af reglulegri starfsemi félagsins, sem var stofnað árið 2013. Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður Foss Fasteignafélags nam… Continue reading Foss Fasteignafélag hagnast um 94 milljónir
Umframeftirspurn eftir bréfum í Eik fasteignafélagi
Hlutafjárútboði í Eik fasteignafélag lauk í gær og fengu um 1.200 fjárfestar að kaupa hlutabréf í félaginu fyrir samtals um 3,3 milljarðar króna. Heildareftirspurn í útboðinu nam hins vegar um 8,3 milljörðum króna, þar sem 2.100 fjárfestar óskuðu eftir að kaupa bréf í Eik, og var því talsverð umframeftirspurn eftir bréfum í félaginu. Sölugengi á… Continue reading Umframeftirspurn eftir bréfum í Eik fasteignafélagi
Gengi fasteignafélagsins Reita er komið niður fyrir útboðsgengi félagsins
Gengi fasteignafélagsins Reita er komið niður fyrir útboðsgengi félagsins. Útboðinu lauk 27. mars og félagið var skráð í kauphöllina 9. apríl. Útboðsgengi í tilboðsbók A endaði í 63,5. Gengið er nú 63,3 í kauphöllinni, samkvæmt tölum á Keldunni, og hefur lækkað um 0,31% það sem af er degi. Í tilboðsbók B var lágmarksgengið í útboðinu… Continue reading Gengi fasteignafélagsins Reita er komið niður fyrir útboðsgengi félagsins
Landsbankinn ætlar að selja meirihlutann af eign sinni í Reitum
Landsbankinn hefur ákveðið að selja tíu prósent hlut í fasteignafélaginu Reitum, en bankinn á alls um 18 prósent hlut í félaginu. Hluturinn verður seldur í gegnum markaðviðskipti bankans og lágmarksgengi í útboðinu verður 63 krónur. Reitir voru skráðir á aðalmarkað í lok síðustu viku í kjölfar þess að Arion banki seldi 13,25 prósent hlut í… Continue reading Landsbankinn ætlar að selja meirihlutann af eign sinni í Reitum