Segir mikilvægt að afgreiða húsnæðisfrumvörp

Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra segir rétt að áherslur stjórnarflokkanna í húsnæðismálum séu ólíkar, en ríkisstjórnin hafi samþykkt frumvörp hennar um félagslegt húsnæði og húsaleigubætur. Hún segir mikilvægt að þingið ljúki afgreiðslu þeirra sem fyrst vegna kjarasamninganna. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins samþykkti frumvörpin með fyrirvara og Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður sagði í fréttum RÚV í síðustu viku að áherslur stjórnarflokkanna… Continue reading Segir mikilvægt að afgreiða húsnæðisfrumvörp

Leigjendur fá tvo milljarða í viðbót

Stuðningur við leigjendur hækkar um tvo milljarða á ári, verði frumvarp Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra að lögum. Hún óttast ekki að hærri bætur leiði til hærra leiguverðs. Eygló hefur haft fjögur frumvörp um húsnæðismál í vinnslu um nokkurt skeið. Frumvörpin eru um breytingu á lögum um húsnæðissamvinnufélög, breytingu á húsaleigulögum, húsnæðisbætur og stofnstyrki. Frumvörpin… Continue reading Leigjendur fá tvo milljarða í viðbót

Hækkun húsaleigubóta getur hækkað húsaleigu

Hækkun húsaleigubóta mun ekki skila sér strax til leigjenda að mati hagfræðings. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur lagt til róttækar breytingar á aðkomu ríkisins að húsnæðismálum. Eitt af markmiðum aðgerðanna er að jafna húsaleiguog vaxtabætur eftir því sem frekast er unnt. Grunnupphæð vaxtabóta er nú 33 þúsund krónur en grunnupphæð húsaleigubóta er 22 þúsund… Continue reading Hækkun húsaleigubóta getur hækkað húsaleigu

Hækka um allt að 50%

Markmið nýs frumvarps til laga um húsnæðisbætur er að jafna sem mest húsaleigubætur og vaxtabætur. Tvö af fjórum húsnæðismálafrumvörpum Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, voru afgreidd úr ríkisstjórn fyrir páska og lögð fyrir Alþingi. Þau tvö sem standa eftir eru föst inni í fjármálaráðuneytinu, þar sem unnið er að kostnaðarmati. Þar af leiðandi liggur ekki… Continue reading Hækka um allt að 50%

Frumvörp Eyglóar Harðardóttur munu ekki verða afgreidd fyrir páska

Frumvörp Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, um stofnframlög til byggingar eða kaupa á leiguíbúðum og hækkun húsaleigubóta verða ekki afgreidd fyrir páska. Þetta varð ljóst eftir að fundi ríkisstjórnar lauk í gær, en frumvörpin voru ekki til umræðu á fundinum. Frumvörp um breytingu á húsaleigulögum og lögum um húsnæðissamvinnufélög voru hins vegar afgreidd úr ríkisstjórn… Continue reading Frumvörp Eyglóar Harðardóttur munu ekki verða afgreidd fyrir páska