Neytendur alls ekki réttlausir standi þeir frammi fyrir alltof háum reikningi frá verktaka

Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna. Mynd: VÍSIR/SIGURJÓN

Neytendasamtökin aðstoða á annað hundruð einstaklinga á ári hverju sem telja sig hlunnfarna af verktökum. Oftast varða málin ágreining um upphæðir en milljónir króna geta verið á milli þess sem verktakinn fer fram á og þess sem kaupandinn er tilbúinn að greiða. Um 170 mál berast neytendasamtökunum á ári hverju vegna ágreinings um framkvæmdir. Það… Continue reading Neytendur alls ekki réttlausir standi þeir frammi fyrir alltof háum reikningi frá verktaka

Byggingar­kostnaður muni hækka vegna gjald­skrár­hækkana hjá Sorpu

Móttökustöð Sorpu við Breiðhellu. Mynd: SORPA

Viðskiptastjóri á framleiðslusviði Samtaka iðnaðarins segir að byggingarkostnaður muni hækka vegna boðaðra gjaldskrárhækkana hjá Sorpu sem gildi taka um áramót. Þetta segir Lárus M.K. Ólafsson hjá SI í samtali við Morgunblaðið um breytingar á gjaldskrá sem kynntar voru á heimasíðu Sorpu þann 18. nóvember síðastliðinn. Segir hann að Sorpa hafi ákveðið að fara „algjörlega gegn“ því sem áhersla… Continue reading Byggingar­kostnaður muni hækka vegna gjald­skrár­hækkana hjá Sorpu

Byggingarkostnaður hækkar um 0,3%

Bygg­ing­ar­svæði við Smáralind Mynd: mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Vísi­tala bygg­ing­ar­kostnaðar reiknuð um miðjan nóv­em­ber er 136,1 stig og hef­ur því hækkað um 0,3% frá fyrri mánuði. Þetta kem­ur fram í frétt á vef Hag­stof­unn­ar. Inn­lent efni hækkaði um 0,3% og inn­flutt efni hækkaði um 0,8%. Á síðustu tólf mánuðum hef­ur vísi­tala bygg­ing­ar­kostnaðar hækkað um 4,5%. Heimild: Mbl.is

Fasteignaverð hefur hækkað hraðar en byggingarkostnaður á síðasta ári

Fasteignaverð hefur hækkað margfalt hraðar en byggingarkostnaður á síðustu 12 mánuðum. Byggingarvísitalan, sem segir til um kostnað við húsbyggingar, hefur einungis hækkað um 1,1% á meðan vísitala fasteignaverðs fyrir landið allt hækkaði um 24,2%. Þetta er 22 föld meiri hækkun fasteignaverðs en byggingarkostnaðar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ÍbúðalánasjóðiÍ tilkynningunni segir Guðmundur Sigfinnsson, hagfræðingur… Continue reading Fasteignaverð hefur hækkað hraðar en byggingarkostnaður á síðasta ári

Breytingar á byggingareglugerð: Gott fyrir þá sem þurfa minna en 55 fermetra

Byggingarkostnaður minnstu íbúða lækkar verulega vegna reglugerðarbreytingar. Gagnrýnt er að breytingin nái ekki með sama hætti til meðalstórra íbúða sem henta barnafjölskyldum. Breyting sem gerð var á byggingarreglugerð fyrir fjórum árum hafði það markmið að fatlaðir hefðu gott aðgengi að öllum íbúðum. Þá var gagnrýnt að breytingin þýddi umtalsverða hækkun byggingarkostnaðar, þar sem gerðar voru… Continue reading Breytingar á byggingareglugerð: Gott fyrir þá sem þurfa minna en 55 fermetra

Af hverju er dýrt að byggja?

Flókið regluverk eykur bæði tíma og kostnað sem fer í byggingu húsnæðis hér á landi. Þetta er niðurstaða kortlagningar byggingarferlisins sem unnin var af Samtökum iðnaðarins og Viðskiptaráði Íslands. Flækjustigið leiðir á endanum til hærra húsnæðisverðs. Kortlagninguna má skoða á slóðinni vi.is/byggingarferli Byggingarferlinu má skipta í tólf skref. Í hverju þeirra mætir húsbyggjandi vandamálum þegar… Continue reading Af hverju er dýrt að byggja?

Vísitala byggingarkostnaðar hækkar um 0,5% milli mánaða

Breytingar vísitölu byggingarkostnaðar 2014-2015 Vísitala Umreiknað til árshækkunar miðað við hækkun vísitölunnar Gildistími janúar 2010=100 Útreikn- tími des. 2009=100 Breytingar í hverjum mánuði, % Síðasta mánuð, % Síðustu 3 mánuði, % Síðustu 6 mánuði, % Síðustu 12 mánuði, %   2014 Júlí 120,7 120,7 0,0 0,3 2,5 3,0 1,7 Ágúst 120,7 120,8 0,1 1,4 0,9… Continue reading Vísitala byggingarkostnaðar hækkar um 0,5% milli mánaða

2.300 félagslegar íbúðir verða reistar á næstu fjórum árum

Yfirlýsing ríkisstjórnar um húsnæðismál Ríkisstjórn Íslands, í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, Alþýðusamband Íslands, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, Bandalag háskólamanna, Kennarasamband Íslands og Samtök atvinnulífsins, skuldbindur sig til að skapa bætt skilyrði fyrir uppbyggingu á húsnæðismarkaði. Stuðlað verður að því að landsmenn hafi aukið val um búsetuform og búi við meira öryggi í húsnæðismálum í… Continue reading 2.300 félagslegar íbúðir verða reistar á næstu fjórum árum

Segja lítil merki um lækkanir á byggingavörum

VÍSIR/PJETUR

Verðlagseftirlit Alþýðusambands Íslands áætlar að byggingavörur sem báru 15 prósent vörugjöld ættu að hafa lækkað um 15,2 prósent við afnám gjaldanna um áramótin og lækkun virðisaukaskatts. Í verðkönnun ASÍ kemur hins vegar fram að verðlækkanir eru takmarkaðar. ASÍ hefur fylgst með verðbreytingum á byggingarvörum frá því í október 2014, vegna afnáms vörugjalda um áramótin og… Continue reading Segja lítil merki um lækkanir á byggingavörum

Lóðaverð tífaldast á tíu árum

Frá Úlfarsárdal

Lóðaverð hefur á á síðustu tíu til ellefu árum tífaldast. Árið 2004 var það 500 þúsund krónur en er nú komið yfir fimm milljónir. Mikil vöntun er á húsnæði á viðráðanlegu verði og er húsnæðisskortur farinn að hamla vexti á höfuðborgarsvæðinu. „Lóðaverð er faktor í fjármögnun sveitarfélaga og skiptir þar af leiðandi mánuði. Við leyfum… Continue reading Lóðaverð tífaldast á tíu árum