Bætt­ur aðgang­ur að Búr­fells­skógi

Nýja brú­in er yfir hinn gamla far­veg Þjórsár, ofan við Þjófa­foss og á milli Bjarnalóns og Búr­fells­stöðvar. Tölvu­teikn­ing/​Lands­virkj­un

Lands­virkj­un hyggst láta gera göngu- og reiðbrú yfir Þjórsá, ofan við Þjófa­foss, í haust og vet­ur. Aug­lýst hef­ur verið útboð fyr­ir fram­kvæmd­ina sem áætlað er að kosti 250-300 millj­ón­ir kr. Til­gang­ur fram­kvæmd­ar­inn­ar er að bæta aðgengi að Búr­fells­skógi en hann hef­ur losnað aðeins úr tengsl­um við um­hverfið eft­ir fram­kvæmd­ir við Búr­fells­stöð 2. Þá mun brú­in… Continue reading Bætt­ur aðgang­ur að Búr­fells­skógi

Með draumblik í augum þegar þeir rifja upp tímann í Sigöldu

Davíð Jóhannesson byrjaði á hjólaskóflu í Sigöldu fyrir 43 árum, og vann einnig á samskonar tæki í Búrfellsvirkjun 2 í sumar. Mynd: Stöð 2/Arnar Halldórsson.

Starfsmenn sem hófu sinn virkjanaferil í Sigöldu fyrir rúmlega fjörutíu árum voru í hópi þeirra sem unnu við smíði nýjustu stöðvarinnar á Þjórsársvæði, Búrfellsvirkjunar 2. Vegna lagsins fræga „Heim í Búðardal“ skipar Sigalda sérstakan sess í hugum margra þegar Engilbert Jensen söng með Ðe lónlí blú bojs: „Þegar vann ég við Sigöldu, meyjarnar mig völdu,… Continue reading Með draumblik í augum þegar þeir rifja upp tímann í Sigöldu

Í kappi við tímann að ljúka Búrfellsvikjun

Mynd: Landsvirkjun

Stækkun Búrfellsvirkjunar er að ljúka og nú er unnið í kappi við tímann til að ná að virkja framhjárennsli yfir sumarið. Virkjunin er neðanjarðar og verður vígð eftir tvær vikur. Búrfellsvirkjun var tekin í notkun 1970 en um einum og hálfum kílómetra austar hafa, síðan í apríl 2016, staðið framkvæmdir við stækkun. Þær þurftu ekki… Continue reading Í kappi við tímann að ljúka Búrfellsvikjun

Framkvæmdir við stækkun Búrfellsvirkjunar ganga vel

Framkvæmdir í stöðvarhúshvelfingu. Mynd: Landsvirkjun

Framkvæmdir við stækkun Búrfellsvirkjunar fara vel af stað eftir stutt frí verktaka yfir jól og áramót. Á síðasta ári fór fjöldi starfsmanna á verkstað upp í um 150 manns og voru þeir langflestir á vegum byggingaverktakans ÍAV Marti. Þar af var um helmingur erlendir starfsmenn og voru Slóvakar þar fjölmennastir en þeir störfuðu einkum við… Continue reading Framkvæmdir við stækkun Búrfellsvirkjunar ganga vel

Vindmyllur í Búrfellslundi gætu orðið 67 talsins

vindmyllur

Landsvirkjun ætlar að byggja allt að 67 vindmyllur sem verða allt að 135 metra háar á sandsléttunni austan Þjórsár og á Hafinu þar sem fyrirtækið rekur tvær vindmyllur í rannsóknarskyni. Vindmyllurnar munu skila 200 megawöttum í raforkuframleiðslu. Landsvirkjun rekur nú þegar tvær vindmyllur á þessu svæði sem reistar voru 2012 í tilraunaskyni. Eftirspurn eftir endurnýjanlegum orkugjöfum… Continue reading Vindmyllur í Búrfellslundi gætu orðið 67 talsins

Ný stórvirkjun byggð inni í fjalli við Búrfell

Svona munu inntaksskurðirnir frá Bjarnalóni líta út, núverandi skurður til hægri en sá sem mun þjóna nýju virkjuninni sést neðst. Sámsstaðamúli sést efst. GRAFÍSK MYND/LANDSVIRKJUN.

Sautján milljarða króna framkvæmdir við nýja Búrfellsvirkjun, við hlið þeirrar gömlu, eru komnar á fulla ferð og starfa nú 140 manns á svæðinu. Sprenging stöðvarhúshvelfingar er komin vel á veg en virkjunin verður að mestu neðanjarðar og mannvirkin því lítt sýnileg. Framkvæmdir við Búrfell 2, eitthundrað megavatta stórvirkjun, fóru á fullt í vor. Þar eru… Continue reading Ný stórvirkjun byggð inni í fjalli við Búrfell

Góður gangur hjá ÍAV Marti í Búrfelli

Mynd: IAV.is

Gangnagröftur hefur gengið vel að undanförnu og er borað á þrem stöfnum núna í Stöðvarhúsi,lower bed og í tailraise. Búið er að sprengja um 50% af lengd stöðvarhúss en síðan á eftir að lækka gólf um 7m niður. Stafninn er býsna stór eða 15m x 11,5m og borað 4m inn í hverri sprengingu og kemur… Continue reading Góður gangur hjá ÍAV Marti í Búrfelli

Landsvirkjun undirritar tvo verksamninga vegna stækkunar á Búrfellsvirkjun

Teikning af stöðvarhúsi neðanjarðar í Sámsstaðaklifi.

Landsvirkjun hefur nýverið undirritað tvo verksamninga í tengslum við framkvæmdir við stækkun Búrfellsvirkjunar. Annar verksamningurinn er milli Landsvirkjunar annars vegar og ÍAV (Íslenskra aðalverktaka hf.), Marti Contractors Ltd. og Marti Tunnelbau hins vegar, vegna byggingar á stöðvarhúsi og gerðar vatnsvega. Heildarfjárhæð samnings er um 9,2 milljarðar íslenskra króna. Hinn verksamningurinn er milli Landsvirkjunar og Andritz… Continue reading Landsvirkjun undirritar tvo verksamninga vegna stækkunar á Búrfellsvirkjun

Landsvirkjun undirritar tvo verksamninga vegna stækkunar á Búrfellsvirkjun

Teikning af stöðvarhúsi neðanjarðar í Sámsstaðaklifi.

Landsvirkjun hefur nýverið undirritað tvo verksamninga í tengslum við framkvæmdir við stækkun Búrfellsvirkjunar. Annar verksamningurinn er milli Landsvirkjunar annars vegar og ÍAV (Íslenskra aðalverktaka hf.), Marti Contractors Ltd. og Marti Tunnelbau hins vegar, vegna byggingar á stöðvarhúsi og gerðar vatnsvega. Heildarfjárhæð samnings er um 9,2 milljarðar íslenskra króna. Hinn verksamningurinn er milli Landsvirkjunar og Andritz… Continue reading Landsvirkjun undirritar tvo verksamninga vegna stækkunar á Búrfellsvirkjun