Gatna- og lagnaframkvæmdir við Bygggarða á Seltjarnarnesi

Bygggarðahverfið á Seltjarnarnesi eins og það mun líta út fullbyggt. Ráðagerði er vestast á myndinni en einnig má sjá áhaldahús bæjarins. Lengra til austurs sést til hjúkrunarheimilisins. Mynd:ASK arkitektar/ borgarblod.is

Vegna lagnatenginga í gegnum Norðurströnd fyrir gatnaframkvæmdir við nýtt hverfi, Gróttubyggð, má búast við töfum á bílaumferð um Norðurströndina á móts við Bygggarða næstu daga. Heimild: Seltjarnarnes.is

Fjölnota Íþróttahús í Garðabæ

Mynd: ÍAV.is

Framkvæmdir  ÍAV á fjölnota íþróttahúsi Garðabæjar ganga vel. Unnið er að glugga ísetningu sem er komin langt á veg og byrjað er að klæða húsið. Verið er að ganga frá samning um bílastæði við íþróttahúsið en búið er að gefa leyfi á að hefja framkvæmdir og munu þær hefjast í þessum mánuði. Innanhússfrágangur inni í… Continue reading Fjölnota Íþróttahús í Garðabæ

Vegna framkvæmda við Bústaðaveg

Samkvæmt verkáætlun verður beygjuakrein inn á Bústaðaveg þegar ekið er til norðurs laus við allar þrengingar í fyrstu viku september.

Verklok eru áætluð í október. Við mislæg vegamót Kringlumýrarbrautar og Bústaðavegar standa nú yfir framkvæmdir sem felast í breytingu á aksturs-, hjóla- og gönguleiðum. Tilgangur framkvæmdanna er að auka umferðaröryggi og afkastagetu vegamótanna. Breyting verður á umferðarljósum og akstursferlum yfir brúna, ásamt lengingu hægri beygjureinar þegar ekið er norður Kringlumýrarbraut inn á Bústaðaveg til austurs.… Continue reading Vegna framkvæmda við Bústaðaveg

Framkvæmdir við Grunnskóla Húnaþings vestra

Mynd: Húnaþing.is

Mikill gangur er í framkvæmdum við viðbyggingu grunnskólans. Verkið er áætlun, bæði hvað varðar tíma og kostnað, en fyrr á árinu var ákveðið að taka vestari hluta byggingarinnar í notkun nú við upphaf skólastarfs. Í byrjun næstu viku verður mötuneytið og anddyrið tekið í notkun og síðar í mánuðinum verða tónlistarskólinn, frístund og skrifstofur stjórnenda… Continue reading Framkvæmdir við Grunnskóla Húnaþings vestra

Búið að steypa stóran hluta af þekjunni í Grundarfjarðarhöfn

Grundarfjarðarhöfn. Séð yfir svæðið þar sem nýtt netaverkstæði G.Run mun rísa. Ljósm. tfk.

Framkvæmdir við Grundarfjarðarhöfn eru í góðum gír og vel gengur að steypa þekjuna á nýju bryggjuna. Búið er að steypa um 3.000 fermetra en alls er þekjan um 4.400 fermetrar og því langt komin. Skemmtiferðaskipin eru farin að leggjast að nýja hafnarkantinum, eins og fram hefur komið í Skessuhorni, og nýta þau bætta þjónustu hafnarinnar.… Continue reading Búið að steypa stóran hluta af þekjunni í Grundarfjarðarhöfn

Framkvæmdagleði ríkir á Borgarfirði eystri

Mynd: Austurfrett.is

Framkvæmdagleðin hefur verið ríkjandi á Borgarfirði eystri í sumar og eru enn fleiri verkefni í farvatninu. Þetta kemur fram á vefsíðu Múlaþings. Þar segir að eftir nokkurra ára hlé í nýbyggingum er nú mikill áhugi á nýjum lóðum og var sex lóðum úthlutað af umhverfis- og framkvæmdaráði snemma í vor. Hart var barist um sumar… Continue reading Framkvæmdagleði ríkir á Borgarfirði eystri

Framkvæmdir hafnar í Hraunbæ 133 að hálfu ÍAV

Mynd: IAV.is

ÍAV undirrituðu þann 4. júní 2021 s.l verksamning sem felur í sér að ÍAV byggi og afhendi alls 64 almennar leiguíbúðir við Hraunbæ 133. Samtals eru 59 íbúðir í tveimur 3-5 hæða blokkum með 4 stigagöngum, auk þess raðhús á tveimur hæðum með 5 íbúðum. Nú eru framkvæmdir hafnar. Jarðvinnan byrjaði í júlí og fyrstu… Continue reading Framkvæmdir hafnar í Hraunbæ 133 að hálfu ÍAV

Innivinna í fullum gangi við nýtt hjúkrunar­heimili á Sel­fossi

Mynd: Dfs.is

Vinna við nýtt hjúkrunar­heimili við Árveg á Sel­fossi gengur vel segir Leifur Stefánsson, verkefna­stjóri hjá Eykt. „Málningar­vinnan er hafin innandyra, flísalagnir, hurðir og innréttingar eru komnar svo það er mikið að gerast þar. Þá er allt komið á fullt í klæðningarvinnu utanhúss,“ segir Leifur. Lóðavinna eftir verslunarmannahelgi Samkvæmt Leifi verður farið í lóðarvinnu eftir verslunar­manna­helgi.… Continue reading Innivinna í fullum gangi við nýtt hjúkrunar­heimili á Sel­fossi

Framkvæmdir hafnar við tengingu inn á Gaulverjabæjarveg

Vegurinn er kominn hálfa leið. Mynd: Dfs.is

Gröfuþjónusta Steins hefur hafið vinnu við gatnagerð og lagnir í framhaldi af austurhluta Suðurhóla á Selfossi. Kostnaðaráætlun verksins var 106,8 milljónir en Steinn bauð 83,4 milljónir í verkið. Gatan mun tengja saman Suðurhólana og Gaulverjabæjarveginn saman. Í aðalskipulagi Sveitarfélagsins Árborgar er skipulagt íbúðasvæði norðvestan við veginn. Auk þess er gert ráð fyrir lóð merkta samfélagssvæði.… Continue reading Framkvæmdir hafnar við tengingu inn á Gaulverjabæjarveg

Framkvæmdir á Sjúkrahúsinu á Akranesi ganga vel

Búið að hreinsa allt út úr húsnæðinu. Mynd: Skessuhorn.is

Framkvæmdir við endurnýjun A og B deilda í C-álmu sjúkrahússins á Akranesi ganga vel. Voru þær fyrir margt löngu orðnar tímabærar. Búið er að hreinsa allt út úr húsnæðinu; innréttingar, gólfefni, milliveggi, raf- og boðlagnir og fleira auk þess sem sögun og múrbroti er lokið. Í vikunni var lokið við að flota öll gólf. Uppbygging… Continue reading Framkvæmdir á Sjúkrahúsinu á Akranesi ganga vel