Hátt í áttatíu milljörðum króna verður varið til uppbyggingar á Hlíðarendasvæðinu

Mynd: Alark arkitektar - Reykjavik.is
Hátt í áttatíu milljörðum króna verður varið til uppbyggingar á Hlíðarendasvæðinu. Þetta kemur fram í frétt á vef Reykjavíkurborgar. Þá segir að uppsteypu sé að ljúka á fyrstu íbúðarbyggingunni á Hlíðarenda. Fjörutíu íbúðir verða í byggingunni. Þegar öll húsin verða risin verða 600 íbúðir við Hlíðarenda. Þá segir í frétt borgarinnar að jarðvegsvinna við gatnagerð og lagnir í hverfinu sé í fullum gangi. Gert er ráð fyrir að uppbygging á Hlíðarenda muni kosta um 77 milljarða króna.

„Húsin verða öll með torfþaki en notast verður við umhverfisvænar lausnir á öllu byggingarsvæðinu og öllu vatni sem fellur á svæðið skilað til friðlandsins í Vatnsmýri og Tjarnarinnar með grænum ofanvatnslausnum. Þá verður flokkuðu sorpi safnað í svokallaða djúpgáma,“ segir í frétt á vef borgarinnar.

Þá segir í frétt borgarinnar að jarðvegsvinna við gatnagerð og lagnir í hverfinu sé í fullum gangi. Við Hlíðarenda verða einnig hótel. Eitt þeirra verður 17.500 fermetrar. Þá verður margvísleg starfsemi við Hlíðarenda. Gert er ráð fyrir að uppbygging á Hlíðarenda muni kosta um 77 milljarða króna. Kostnaður borgarinnar verði um tveir og hálfur milljarður króna.

Heimild: Ruv.is

Leave a comment