Skipa starfshóp um byggingu nýs grunnskóla í Innri-Njarðvík

Reykjanesbær

Skipa starfshóp um byggingu nýs grunnskóla í Innri-Njarðvík

Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykki á fundi sínum í gær að skipa starfshóp um hönnun nýs grunnskóla í Dalshverfi í Innri-Njarðvík. Hópurinn verður skipaður Kjartani Má Kjartanssyni, bæjarstjóra, Helga Arnarsyni, sviðsstjóra fræðslusviðs og Guðlaugi Helga Sigurjónssyni, sviðsstjóra umhverfissviðs. Á fundi bæjarráðs var jafnframt samþykkt að bæjarráð skipi bygginganefnd skólans.

Heimild: Vf.is

Leave a comment