Home Á döfinni Fyrirhugaðar opnanir útboða 23.07.2021 Grindavíkurbær.  Félagsaðstaða eldri borgara í Grindavík – verkfræðihönnun

23.07.2021 Grindavíkurbær.  Félagsaðstaða eldri borgara í Grindavík – verkfræðihönnun

45
0
Mynd: Grindavík.is

Grindavíkurbær óskar eftir tilboðum í heildarhönnun verkfræðinga vegna nýbyggingar félagsaðstöðu eldri borgara við Víðihlíð í Grindavík, ásamt tengingum við núverandi byggingu.

Tilboð skal fela í sér fullnaðarhönnun verkfræðinga á öllum verkþáttum sem nauðsynlegir eru til að fullgera bygginguna tilbúna til notkunar.

Verkið skal vinna samkvæmt útboðs- og verklýsingu, ásamt þeim gögnum sem þar er vísað til.

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent, án greiðslu, í rafræna útboðskerfinu Tendsign á vefslóðinni www.tendsign.is frá og með 8.júlí 2021 kl. 12:00.

Tilboðum skal skilað með rafrænum hætti í framangreindu útboðskerfi eigi síðar en kl 11:00 þann 23.júlí 2021.

Nýskráning fyrirtækja á útboðskerfinu www.tendsign.is hefst með því að smella á “stofna aðgang“.

Vakin er athygli á að allar fyrirspurnir verður að senda gegnum útboðsvefinn Tendsign. Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.

Ekki verður haldinn formlegur opnunarfundur heldur verður niðurstaða útboðs send bjóðendum að loknu útboði, þá verður niðurstaða útboðs birt á heimasíðu Grindavíkurbæjar.

Yfirlit yfir verkið:

Byggingin verður um 1.120 fermetrar, til viðbótar má reikna með allt að 100 fermetra tæknirými. Byggingin verður byggð að og samtengd við eldra húsnæði dvalar og hjúkrunarheimilisins Víðihlíð.

Gert er ráð fyrir að húsið verði staðsteypt með steyptri þakplötu. Útfærslur geta breyst við framvindu forhönnunar til samræmis við ráðgjöf hönnuða.

Miðað er við að framkvæmdin  verði boðin út í tveimur áföngum, í fyrri áfanga er byggingin fullbúin að utan með lóð, en aðeins fyrsta hæð fullgerð að innan. Í öðrum áfanga verði boðinn út fullnaðarfrágangur annarrar hæðar að innan.

Helstu verkþættir eru:

  • Forhönnun
  • Hönnun burðavirkja og grundunnar
  • Hönnun lagnakerfi
  • Hönnun loftræsikerfa
  • Hönnun rafkerfa
  • Hönnun lýsingar
  • Brunahönnun
  • Hönnun hljóðvistar
  • Jarðvegsrannsóknir og jarðtækniskýrsla
  • Gerð útboðsgagna og kostnaðaráætlunar

 

Heimild: Grindavik.is