12 hæða íbúðahús hrundi að hluta

12 hæða íbúðahús í Surfside í Flórída hrundi að hluta í nótt. Um 100 íbúðir eru í húsinu. Ekki er ljóst hversu margar eru slasaðir. Ljósmynd/Twitter

Um­fangs­mikl­ar björg­un­araðgerðir standa yfir í Miami-Dade-sýslu í Flórída eft­ir að 12 hæða bygg­ing hrundi að hluta í nótt.

Um hundrað íbúðir eru í hús­inu sem stend­ur við Coll­ins Avenue í bæn­um Surfsi­de, um tíu kíló­metra norður af Miami Beach.

Fjöl­miðlar vest­an­hafs segja ljóst að ein­hverj­ir eru slasaðir. ABC-frétta­stof­an full­yrðir að að minnsta kosti átta manns hafi verið flutt­ir á sjúkra­hús. Ótt­ast er að fjöldi fólks sé fast­ur und­ir rúst­un­um.

Fréttamaður AP full­yrðir á Twitter að kona hafi lát­ist þegar húsið hrundi og 10 ára dreng hafi verið bjargað.

Um 80 slökkvi- og sjúkra­flutn­inga­bíl­ar frá slökkviliði sýsl­unn­ar eru á staðnum en út­kallið barst klukk­an tvö að staðar­tíma í nótt, eða um klukk­an sex í morg­un að ís­lensk­um tíma. Lög­regl­an aðstoðar einnig við björg­un­araðgerðir.

Heimild: Mbl.is

Leave a comment