Home Fréttir Í fréttum Upphaf hefur selt um 250 nýjar íbúðir

Upphaf hefur selt um 250 nýjar íbúðir

80
0
Hér má sjá hluta fjölbýlishússins á Hafnarbraut 12 (F-G) á Kársnesi. Íbúðir í þessum hluta verða afhentar í haust. Teikning/Arkís/ONNO

Upp­haf fast­eigna­fé­lag hef­ur selt 24 af 58 íbúðum í síðari áfanga Hafn­ar­braut­ar 12 (F-G) en þær fóru í sölu fyr­ir rúm­um þrem­ur vik­um.

Virðist því ekk­ert lát á spurn eft­ir nýj­um íbúðum á Kárs­nesi.

Er­lend­ur Fjeld­sted, fram­kvæmda­stjóri Upp­hafs, seg­ir síðustu íbúðina hafa selst á nyrðri hluta Hafn­ar­braut­ar 12 (A-E) í síðustu viku. Þar er 71 íbúð og því sam­tals seld­ar 95 af 129 íbúðum á reitn­um.

Íbúðirn­ar í F-G verða af­hent­ar í sept­em­ber og októ­ber í haust.

Þá eru aðeins tvær íbúðir óseld­ar af 86 á Hafn­ar­braut 14 en tvær íbúðir í hús­inu eru frá­tekn­ar.

Heimild: Mbl.is