Home Fréttir Í fréttum Slegist um síðustu lóðirnar í Dalshverfi í Reykjanesbæ

Slegist um síðustu lóðirnar í Dalshverfi í Reykjanesbæ

69
0
Reykjanesbær

Hlutkesti mun fara fram milli umsóknaraðila um síðustu lausu lóðirnar í Dalshverfi í Reykjanesbæ þar sem töluverð ásókn var í lóðirnar.

Alls sóttu níu aðilar um tvær lóðir, samkvæmt fundargerð umhverfis og skipulagsraðs og var skipulagsfulltrúa falið að sjá um hlutkestið og bjóða umsóknaraðilum að vera viðstaddir.

Greint verður frá niðurstöðum á næsta fundi.

Framkvæmdir við nýtt hverfi, Dalshverfi 3, munu hefjast á næstu dögum, en þar er gert ráð fyrir að byggðar verði rúmlega 300 íbúðir, mestmegnis í fjölbýlishúsum.

Gert er ráð fyrir að fyrstu lóðum í því hverfi verði úthlutað síðsumars.

Heimild: Sudurnes.net