Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Framkvæmdir að hefjast við Litluhlíð á föstudag

Framkvæmdir að hefjast við Litluhlíð á föstudag

153
0
Mynd: Reykjavikurborg

Gatnagerð og lagnavinna er að hefjast við Litluhlíð í Hlíðahverfinu. Ný undirgöng og stígar verða gerðir undir Litluhlíð og götunni breytt til hins betra.

Litlahlíð verður lokað föstudaginn 7. maí fyrir umferð vélknúinna ökutækja og verður lokuð meginhluta framkvæmdartímans eða fram í nóvember.

Framkvæmdin felur í sér gerð göngu- og hjólastígs um undirgöng undir Litluhlíð þar sem akreinum fækkar um eina og endurnýjun stofnlagna vatns-, hita-, raf- og fráveitu.

Einnig er gert ráð fyrir gróðursvæðum, landmótun, lýsingu við götu, stíga og í undirgöngum, umferðarljósum, skiltum og merkingum.

Framkvæmdasvæðið mun ná frá gatnamótum Litluhlíðar og Bústaðavegar, norður að Eskitorgi og frá göngu- og hjólastígum sem lagðir voru á síðasta ári, að Skógarhlíð.

Þetta er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, Veitna og Vegagerðar. Verktaki er Háfell ehf. og hönnun er unnin af VSÓ Ráðgjöf.

Mynd: Reykjavikurborg

Göngu- og hjólastígur

Hér er um að ræða framhald á lagningu göngu-og hjólastígs sem kominn er meðfram Bústaðavegi og mun svo halda áfram eftir Skógarhlíð.

  • Gerð verða undirgöng fyrir gangandi og hjólandi undir Litluhlíð ásamt tengingu stíga við Eskitorg og Bústaðaveg.
  • Gerður verður göngu- og hjólastígur sem tengir stíga sem komnir eru við Bústaðaveg við Skógarhlíð.
  • Til að undirgöngin verði sem styst verður önnur akbraut Litluhlíðar, þ.e. sú eystri, þrengd í eina akrein og miðeyja mjókkuð.
  • Umferðaröryggi gönguleiðar yfir Bústaðaveg verður bætt með því að stýra umferð sem tekur hægribeygju frá Bústaðavegi inn í Litluhlíð með umferðarljósum.
  • Sett verður lýsing við götu, stíga og í undirgöngum.
  • Breyting verður á umferðarljósum ásamt skiltum og merkingum.
  • Veitur endurnýja stofnæðar hitaveitu, vatnsveitu, frárveitu og rafveitu á svæðinu.
  • Frágangur umhverfisins með gróðursvæðum og landmótun.

Framhald af verki frá liðnu ári

Þessi framkvæmd er áframhald á verki frá síðasta ári, þar sem lagðar voru nýir göngu- og hjólastígar frá Veðurstofuvegi að Litluhlíð. Á næstu misserum er fyrirhugað að halda áfram með gerð stíga eftir Skógarhlíð.

Reykjavíkurborg og Veitur sendu m.a. íbúum í 105 og hagsmunaaðilum upplýsingapóst um framkvæmdina í byrjun apríl og gera aftur það aftur núna ásamt því að upplýsa með fréttum. Hjáleiðir verða vel merktar, sjá kort.

Tengill – sjá fyrri frétt um málið:

Stígagerð og undirgöng undir Litluhlíð

Framkvæmdasjá Reykjavíkurborgar

Framkvæmdasjá VEITNA 

Hjáleiðir – Litlahlíð

Mynd: Reykjavikurborg

Heimild: Reykjavik.is