Home Á döfinni Fyrirhugaðar opnanir útboða 21.05.2021 Miðborgarleikskóli og fjölskyldumiðstöð, verkfræðihönnun

21.05.2021 Miðborgarleikskóli og fjölskyldumiðstöð, verkfræðihönnun

55
0
Ljósmynd/Sigurður Ólafur Sigurðsson

F.h. Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í eftirfarandi verk:

Miðborgarleikskóli og fjölskyldumiðstöð, verkfræðihönnun EES útboð nr. 15173

Óskað er eftir verðtilboðum í hönnun og ráðgjöf vegna verkefnisins Miðbæjarleikskóli og fjölskyldumiðstöð – verkfræðihönnun ”

Verkfræðihönnun innifelur fullnaðarhönnun á nýbyggingu Miðborgarleikskóla, útboðsgögn fyrir verkframkvæmd, kostnaðaráætlanir og ráðgjöf á verktíma.
Óskað er eftir tilboðum frá hönnunarhópum sem samanstanda af eftirfarandi faghönnuðum:

 • Verkfræðihönnuðum,
  • Burðarvirki  og grundun
  • Lagnir
  • Vatnsúðunarkerfi
  • Loftræsing
  • Hljóðvist – hljóðhönnun
  • Byggingareðlisfræði
  • BREEAM (m.a. LCC og LCA)

Verkið felst í nýbyggingu og lóðarhönnun fyrir Miðborgarleikskóla og fjölskyldumiðstöð að Njálsgötu 89, 105 Reykjavík, Landeignanúmer: L102995, Staðgreinir: 0-1- 1240309.
Heildarstærð Miðbæjarleikskóla er um 1.270 m² á 3 hæðum auk tæknirýma í kjallara.

Leikskólinn verður 6 deilda skóli fyrir 116 börn á aldrinum 1-6 ára. Auk þess verður fjölskyldumiðstöð í byggingunni.
Stærð leikskólalóðarinnar er 1.320 m² auk um 620 m² leiksvæðis á þakgörðum á 2. og 3. hæð byggingarinnar.

Útboðsgögn verða eingöngu aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is – frá kl. 15:30 þann 21.apríl  2021.

Smellið á íslenska fánann til að fá útboðsvefinn upp á íslensku. Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella á „Nýskráning“.

Vakin er athygli á að senda verður fyrirspurnir í gegnum útboðsvef Reykjavíkurborgar. Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.

Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef Reykjavíkurborgar eigi síðar en: Kl. 10:00 þann 21. maí 2021.