Home Fréttir Í fréttum Góður gang­ur á vinnu við upp­steypu

Góður gang­ur á vinnu við upp­steypu

124
0
Starfs­menn Eykt­ar vinna á grunni meðferðar­kjarn­ans. Mynd: mbl.is/​Arnþór Birk­is­son

Góður gang­ur er á fram­kvæmd­un­um við bygg­ingu Nýs Land­spít­ala og er vinna á veg­um Eykt­ar hf., sem sér um upp­steypu meðferðar­kjarna spít­al­ans, sögð vera kom­in á fulla ferð á verksvæðinu við Hring­braut.

Unnið hef­ur verið að und­ir­stöðum fyr­ir upp­steyp­una og eru 50 til 100 starfs­menn við fram­kvæmd­irn­ar, sem ganga vel að sögn Gunn­ars Svavars­son­ar, fram­kvæmda­stjóra NLSH ofh.

Ýmis stór útboðsverk­efni upp á um ell­efu millj­arða króna eru áætluð á ár­inu. Seg­ir Gunn­ar að það stærsta sé sam­keppn­isút­boð á út­veggj­um meðferðar­kjarn­ans og jarðvinna vegna rann­sókna­húss­ins sé á leið í loftið.

Fíf­ils­gata, sem áður hét Vatns­mýr­ar­veg­ur, verður boðin út á vor­mánuðum, að  því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is