Home Fréttir Í fréttum Und­ir­búa end­ur­bæt­ur á kís­il­verk­smiðjunni

Und­ir­búa end­ur­bæt­ur á kís­il­verk­smiðjunni

202
0
Kís­il­verk­smiðja Stakks­berg í Helgu­vík sem áður var í rekstri und­ir nafni United Silicon. Mynd: mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Fé­lagið Stakk­berg ehf. und­ir­býr end­ur­bæt­ur á fyrsta áfanga kís­il­verk­smiðjunn­ar í Helgu­vík en við hönn­un þeirra er lögð sér­stök áhersla á að lág­marka lyktaráhrif, enda ljóst að íbú­ar Reykja­nes­bæj­ar hafa af þeim mikl­ar áhyggj­ur.

Þetta kem­ur fram í frummats­skýrslu um end­ur­bæt­ur á kís­il­verk­smiðju Stakks­berg í Helgu­vík, þar sem áður var rekst­ur und­ir nafni United Silicon. Áhyggj­ur íbúa komu meðal ann­ars fram í sam­ráði sem Stakks­berg hafði við al­menn­ing við vinnslu skýrsl­unn­ar.

Kynn­ing á skýrsl­unni hefst á morg­un og mun hún liggja frammi frá 8. maí til 26. júní á bæj­ar­skrif­stofu Reykja­nes­bæj­ar, í Þjóðar­bók­hlöðunni og hjá Skipu­lags­stofn­un.

End­ur­bæt­ur fela í sér fram­kvæmd­ir á lóð, breyt­ing­ar á nú­ver­andi bygg­ing­um og ný­bygg­ing­ar, upp­setn­ingu á skor­steini til að bæta dreif­ingu út­blást­urs og varða einnig meðhöndl­un hrá­efna, ljós­boga­ofn og afsogs­kerfi verk­smiðjunn­ar.

Fram­kvæmd­ir vegna end­ur­bóta á kís­il­verk­smiðju Stakks­bergs í Helgu­vík fela í sér 4,5-5 millj­arða króna fjár­fest­ingu. Áætlað er að fram­kvæmd­ir geti haf­ist á fyrsta árs­fjórðungi 2021, taki um 14 mánuði og muni á því tíma­bili skapa 70-90 bein störf.

Þegar fyrsti áfangi verk­smiðjunn­ar verður kom­inn í rekst­ur er gert ráð fyr­ir að þar muni starfa um 80 manns. Að auki er gert ráð fyr­ir að vegna um­svifa verk­smiðjunn­ar muni skap­ast á bil­inu 120 til 160 af­leidd störf, meðal ann­ars vegna kaupa á ým­is­kon­ar þjón­ustu.

Seinni áfang­ar fela í sér fjölg­un ljós­boga­ofna í allt að fjóra með stækk­un ofn­húss og nýj­um mann­virkj­um.

Sagt er að mark­mið með fram­kvæmd­un­um sé verið að lág­marka um­hverf­isáhrif vegna rekst­urs verk­smiðjunn­ar og stuðla að því að starf­sem­in megi verða í sátt við íbúa svæðis­ins.

Auk þessi eigi að gera all­ar þær úr­bæt­ur, sem nauðsyn­leg­ar eru til að upp­fylla skil­yrði Um­hverf­is­stofn­un­ar um breyt­ing­ar og viðbæt­ur á búnaði fyr­ir end­ur­ræs­ingu verk­smiðjunn­ar, bæta gæði fram­leiðslu­fer­ils­ins og vinnu­um­hverfi starfs­manna.

Heimild: Mbl.is