Home Fréttir Í fréttum Verk og vit frestað vegna veirunnar

Verk og vit frestað vegna veirunnar

154
0
Frá sýningunni í fyrra. Mynd: Frettabladid

Fram­kvæmda­aðili sýningarinnar Verk og vit hefur að höfðu sam­ráði við Em­bætti land­læknis og sam­starfs­aðila sýningarinnar á­kveðið að fresta sýningunni sem halda átti í Laugar­dals­höll 12.-15 mars næst­komandi fram til 15.-18. októ­ber 2020. Þetta kemur fram í til­kynningu.

„Í ljósi að­stæðna vegna CO­VID-19 setur fram­kvæmda­aðili sýningarinnar heilsu og hag sýn­enda, þjónustu­aðila og gesta sýningarinnar í for­gang og er þessi á­kvörðun tekin nú áður en upp­setning hefst á sýningunni. Verk og vit hefur skipað sér sess sem upp­skeru­há­tíð bygginga- og mann­virkja­geirans en á síðustu Verk og vit sýningu 2018 sóttu um 25.000 manns sýninguna.“

Segir að með með hlið­sjón af eðli sýningarinnar og þeim fjölda fólks sem sækir sýninguna heim, þá væri það erfið­leikum bundið að fram­fylgja að fullu leið­beiningum al­manna­varna. Til að gæta ýtrasta öryggis sýn­enda og gesta þá er sýningunni eins og áður er nefnt frestað fram í októ­ber 2020.

Heimild: Frettabladid.is