Home Í fréttum Undirskrift samninga utboda Samið við Rohde Nielsen A/S um dýpkun í Landeyjahöfn

Samið við Rohde Nielsen A/S um dýpkun í Landeyjahöfn

368
0
Mynd: Vegagerðin

Vegagerðin hefur samið við danska dýpkunarfyrirtækið Rohde Nielsen A/S um dýpkun í Landeyjahöfn í febrúar og mars.

Samningurinn gildir um dýpkun frá 15. febrúar út marsmánuð þegar umsamin vordýpkun tekur við.

Björgun ehf. sinnir þeirri dýpkun samkvæmt núverandi samningi um vor- og haust dýpkanir í Landeyjahöfn.

Rohde Nielsen A/S mun nota dýpkunarskipið Trud R við dýpkunina í Landeyjahöfn. Um er að ræða tilraunaverkefni því beitt verður aðeins öðruvísi aðferðum en hingað til og verður áhugavert að sjá hvort það skilar betri árangri.

Staða dýpis í Landeyjahöfn er hinsvegar óvenju góð miðað við árstíma og reynslu liðinna ára. Þá hefur veður og sjólag heimilað siglingar í Landeyjahöfn síðustu daga.

En nú skiptir sköpum að nýja skipið á mun auðveldara með siglingar í Landeyjahöfn og ljóst að nýi Herjólfur hefur siglt mun oftar til hafnarinnar en Herjólfur III hefði getað.

Heimild: Vegagerðin