Home Fréttir Í fréttum Vilja reisa 600 íbúðir til að leysa vanda

Vilja reisa 600 íbúðir til að leysa vanda

278
0

Bygg­inga­fé­lagið Þingvang­ur hef­ur sent fyr­ir­spurn varðandi upp­bygg­ingu leigu­hús­næðis til skamm­tíma­nota á tveim­ur lóðum við Köll­un­ar­kletts­veg.

Af­greiðslu er­ind­is­ins var frestað á síðasta fundi í skipu­lags- og sam­gönguráði Reykja­vík­ur, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Um­rædd lóð er í Laug­ar­nesi og ósk­ar Þingvang­ur eft­ir því að fá að setja allt að 550-600 inn­réttaðar íbúðaein­ing­ar á lóðina. Mögu­legt sé að hafa hús­næðið til­búið á nokkr­um mánuðum.

Óskin sé sett fram í sam­ræmi við stefnu­mörk­un átaks­hóps stjórn­valda í hús­næðismál­um um að reisa íbúðar­hús­næði til skamm­tíma­nota til að bregðast við tíma­bundn­um vanda.

Heimild: Mbl.is