Home Fréttir Í fréttum For­gangs­röðun við gatna­mót­in skýr

For­gangs­röðun við gatna­mót­in skýr

128
0
Ekið út úr Geirs­götu. Mynd: mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Breyt­ing­ar á gatna­mót­um Geirs­götu og Lækj­ar­götu/​Kalkofns­veg­ar eru ekki áætlaðar að sögn Þor­steins R. Her­manns­son­ar, sam­göngu­stjóra Reykja­vík­ur­borg­ar.

Ólaf­ur Krist­inn Guðmunds­son, um­ferðarsér­fræðing­ur og vara­borg­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins, gagn­rýndi gatna­mót­in í Morg­un­blaðinu sl. laug­ar­dag. Þar sagði Ólaf­ur meðal ann­ars að það hefðu verið mis­tök að leggja Geirs­götu ekki í stokk.

„Geirs­gata var ekki lögð í stokk og þá vinn­um við með Geirs­götu á yf­ir­borði,“ seg­ir Þor­steinn sem kveðst ekki geta sagt til um hvort væn­legra hefði verið að setja göt­una í stokk á sín­um tíma.

Ólaf­ur gagn­rýndi sömu­leiðis ljós­a­stýr­ingu á gatna­mót­un­um sem er þannig að öll göngu­ljós eru græn sam­tím­is. Þor­steinn seg­ir að á þess­um gatna­mót­um, sem og öðrum gatna­mót­um miðsvæðis, séu gang­andi og hjólandi veg­far­end­ur sett­ir í for­gang.

„Það er gríðarlega margt fólk sem fer þarna yfir gang­andi og hjólandi og þegar við erum að stilla og hanna um­ferðarljós­in þá er það okk­ur mikið for­gangs­mál að tryggja ör­yggi þeirra. Á þess­um gatna­mót­um eru líka for­gangs­stýr­ing­ar fyr­ir stræt­is­vagna,“ seg­ir Þor­steinn meðal ann­ars í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is