Home Fréttir Í fréttum Flotbryggjur settar upp á Skagaströnd

Flotbryggjur settar upp á Skagaströnd

157
0
Flotbryggjur á Skagaströnd. Ljósm: skagastrond.is / Árni Geir Ingvarsson.

Í gær var lokið við hluta af uppsetningu á nýjum flotbryggjum fyrir minni báta á Skagaströnd.

Um uppsetningu sá Kristján Óli Hjaltason eigandi Króla ehf. ásamt fríðum flokki manna, að því er segir á vef Skagastrandar.

Þar kemur fram að frágangi vegna framkvæmdanna sé ekki lokið og hafi bryggjurnar því ekki verið teknar í notkun. Formlega opnun verður tilkynnt síðar.

Heimild: Huni.is