Home Fréttir Í fréttum „Heil­mikl­ar fram­kvæmd­ir“

„Heil­mikl­ar fram­kvæmd­ir“

272
0
Vega­vinna í Ing­ólfs­firði í gær. ´ Mynd: Mbl.is/​Guðmund­ur Hrafn Arn­gríms­son

„Það hafa verið heil­mikl­ar fram­kvæmd­ir í dag inni í botni Ing­ólfs­fjarðar og þeim verður fram haldið á morg­un ef það kem­ur ekki úr­sk­urður frá Vega­gerðinni,“ seg­ir Guðmund­ur Hrafn Arn­gríms­son, talsmaður hluta land­eig­enda á Selja­nesi í Árnes­hreppi, hvar fyr­ir­huguð er Hvalár­virkj­un sem fyr­ir­tækið Vest­ur­verk stend­ur að.

Unnið er að lag­fær­ing­um á veg­um í firðinum. And­stæðing­ar virkj­ana­fram­kvæmda vilja láta reyna á lög­mæti ákvörðunar Vega­gerðar­inn­ar um að af­sala sér fram­kvæmda­rétti á veg­in­um og breyta hon­um um leið úr lands­vegi í virkj­un­ar­veg.

„Það er verið að vinna fyr­ir okk­ur lög­fræðiálit og við bíðum eft­ir svör­um frá Vega­gerðinni. Þeir staðfestu mót­töku er­ind­is okk­ar í gær,“ seg­ir Guðmund­ur Hrafn, en hann undr­ast leyf­is­veit­ing­ar í tengsl­um við málið.

„Forundr­an mín eykst með degi hverj­um á því hve mik­il brota­löm er í allri þess­ari málsmeðferð og að verkið sé komið svona langt. Það stend­ur ekki steinn yfir steini,“ seg­ir hann í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is