Home Fréttir Í fréttum Fyrsta skóflu­stung­an tek­in í Árskóg­um

Fyrsta skóflu­stung­an tek­in í Árskóg­um

225
0
Í Árskóg­um bygg­ir Bú­seti tvær bygg­ing­ar sem munu alls hýsa 72 íbúðir af fjöl­breytt­um toga. Ljós­mynd/​Aðsend

Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri og Bjarni Þór Þórólfs­son, fram­kvæmda­stjóri Bú­seta, tóku fyrstu skóflu­stung­una við bygg­ingu fjöl­býl­is­húsa með 72 íbúðum í Árskóg­um í Mjódd í gær.

Í Árskóg­um bygg­ir Bú­seti tvær bygg­ing­ar sem munu alls hýsa 72 íbúðir af fjöl­breytt­um toga, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá Reykja­vík­ur­borg og Bú­seta. Þar verður um að ræða stúd­íó­í­búðir, tveggja her­bergja og þriggja her­bergja íbúðir, og við hönn­un þeirra var horft til þess að hafa þær í minna lagi og nýta hvern fer­metra vel.

Bú­seti hef­ur samið við Já­verk um bygg­ingu hús­anna og hefjast fram­kvæmd­ir á næstu dög­um. Áætlað er að íbúðirn­ar verði til­búnar um mitt ár 2021.

Heimild: Mbl.is