Home Fréttir Í fréttum Mikið um byggingarframkvæmdir í Borgarbyggð

Mikið um byggingarframkvæmdir í Borgarbyggð

203
0
Grunnskólinn í Borgarnesi Mynd: Borgarbyggð.is

Um þessar mundir sjást vinnuvélar og iðnaðarmenn að störfum vítt og breitt um Borgarbyggð.

Líkt og undanfarin ár er mikið um byggingarframkvæmdir í sveitarfélaginu.

Nokkur stór verkefni eru nú mjög langt komin, en þar má t.d. nefna stækkun og endurbætur á Grunnskólanum í Borgarnesi, fjölbýlishús-þjónustuhús-hótel við Borgarbraut 57-59, verslunarhúsnæði við Digranesgötu 4 og nýja hótelið í Húsmæðraskólanum á Varmalandi.

Ekkert lát virðist ætla að verða á framkvæmdagleði í sveitarfélaginu. Það sem af er ári, nú í byrjun júní, hefur byggingarfulltrúi tekið við um 60 nýjum umsóknum og tilkynningum um byggingaframkvæmdir.

Allar umsóknir berast nú á rafrænan hátt í gegnum íbúa-/þjónustugátt Borgarbyggðar. Á síðasta ári voru umsóknir í kringum 100 talsins og það sama gildir um árið 2017.

Allt útlit er fyrir að umsóknir um byggingarframkvæmdir verði fleiri í ár en árin á undan.

Heimild: Borgarbyggd.is