Home Fréttir Í fréttum Sjö nýjar hótelbyggingar opna á næsta ári í Reykjavík og tólf á...

Sjö nýjar hótelbyggingar opna á næsta ári í Reykjavík og tólf á teikniborðinu

189
0
Búist er við að Marriott hótel opni í byrjun næsta árs. Mynd: visir.is

Búist er við að 800 ný hótelherbergi opni í Reykjavík á næsta ári. Þá eru tólf þróun með ríflega 1600 hundruð herbergum.

Gert er ráð fyrir að Marriott hótel opni í byrjun næsta árs. Borgarstjóri segir ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af samdrættinum í ferðaþjónustu.

Mörg ný flugfélög hyggist fljúga til landsins á næstunni.

Hótelherbergi í Reykjavík eru nú um fimm þúsund talsins og hefur nýting þeirra undanfarin ár verið óvenju góð. Þá er verið að byggja hótel á sjö reitum í borginni með um átta hundruð herbergjum.

Loks eru tólf hótel í þróun þar sem búist er við sextán hundruð herbergjum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri telur ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af samdrætti í ferðaþjónustu.

„Við eigum ennþá töluvert í land með að mæta þeirri eftirspurn sem liggur fyrir. Það er erfitt að spá fyrir um hver þróunin verður en mér heyrist á þeim aðilum sem best þekka til að vel staðsett, vönduð verkefni að það er enginn bilbugur á þeim.

Hvorki hjá þeim sem eru að byggja né þeim sem eru að fara að stað. Ég held að það endurspegli að Reykjavík og Ísland eru eftirsótt.

Önnur flugfélög eru einnig á mikilli hraðferð að fylla það skarð sem Wow Air skilur eftir eftir sig og hyggja á frekari vöxt á næstu misserum og árum,“ segir Dagur.

Dagur segir jafnframt að uppbygging Marriott við Hörpuna sé á áætlun.

„Það er gert ráð fyrir að Marriott opni í byrjun næsta árs sem verður afar mikilvæg viðbót í hótelgeirann hér á landi,“ segir Dagur.

Heimild: Visir.is