Home Fréttir Í fréttum Á sjötta tug missa vinnuna hjá Ístaki

Á sjötta tug missa vinnuna hjá Ístaki

211
0
Karl Andreassen, forstjóri Ístaks. Mynd: Fbl/eyþór

Verktakafyrirtækið Ístak hefur sagt upp 31 fastráðnum starfsmanni og þá verða samningar við 25 starfsmenn sem starfað hafa fyrir fyrirtækið í gegnum starfsmannaleigu ekki endurnýjaðir. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Þar er rætt við Karl Andreassen, forstjóra Ístaks, sem segir að nú sjái fyrir endann á þremur stórum verkefnum og því óvíst með verkefnastöðuna. Karl segist vonast til að geta dregið megnið af uppsögnunum til baka fari ný verkefni í gang.

Í blaðinu segir ennfremur að málið hafi verið tilkynnt til Vinnumálastofnunar og einnig til Eflingar, hvar flestir mannanna eru í félagi.

Karl segir viðbrögð Eflingar hafa vakið furðu því fyrirtækinu hafi verið tjáð að ákvörðunin kynni að valda því að verkfallsaðgerðum yrði beitt gegn Ístaki. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hafnar því í samtali við Morgunblaðið að Ístaki hafi verið hótað, en bendir á að félagið sé ekki undir „friðarskyldu“ um þessar mundir.

Heimild: Visir.is