Home Fréttir Í fréttum Samtök Aldraðra og borgarstjóri taka fyrstu skóflustunguna að 60 íbúðum við Austurhlíð...

Samtök Aldraðra og borgarstjóri taka fyrstu skóflustunguna að 60 íbúðum við Austurhlíð 10 Reykjavík

410
0
Austurhlíð 10 Ljósmynd: Aðsend

Formaður Samtaka Aldraðra, Magnús Björn Brynjólfsson, og borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, tóku í vikunni fyrstu skóflustunguna að 60 íbúðum sem félagið er að hefja framkvæmdir við að Austurhlíð 10, samtals rúmir 7.500 fm.

Magnús Björn Brynj­ólfs­son, formaður Sam­taka aldraðra og Dag­ur B. Eggerts­son, borg­ar­stjóri, tóku fyrstu skóflu­stung­una. Ljós­mynd/​Aðsend

Allar íbúðir hafa rúmgóð bílastæði í bílastæðageymslu og verða vel útbúnar með svalalokunum.

Verklok eru áætluð í apríl 2021. Staðsetning er góð, enda við hliðina á þjónustumiðstöð aldraðra við Bólstaðarhlíð 45.

Mikil áhugi er fyrir verkefninu og á kynningarfund sem samtökin stóðu fyrir nýlega mættu um 350 manns. Nú þegar hafa rúmega 80 manns skrifað undir viljayfirlýsingu um kaup á íbúð.

Aðalhönnuðir eru Arkþing ehf., verkfræðihönnun er hjá Lotu ehf. og verkfræðiráðgjöf hjá EFLU verkfræðistofu. Samið hefur verið við Alverk ehf. um að byggja húsin og skila þeim fullfrágengnum.