Home Fréttir Í fréttum Óvissa vegna mik­ill­ar upp­bygg­ing­ar

Óvissa vegna mik­ill­ar upp­bygg­ing­ar

283
0
Mynd: Eggert Jó­hann­es­son /mbl.is

Allt stefn­ir í að fast­eigna­fé­lagið Reg­inn verði það stærsta sinn­ar teg­und­ar en árið 2015 var fé­lagið aðeins rúm­lega helm­ing­ur af stærð Reita, stærsta fast­eigna­fé­lags lands­ins.

Í dag nema fjár­fest­ing­ar­eign­ir fé­lags­ins 127,8 millj­örðum króna en fjár­fest­inga­eign­ir Reita 144,1 millj­arði króna. Nokkuð erfitt er þó að henda reiður á arðsemi fjár­fest­ing­ar­verk­efna fé­lags­ins.

Þetta er á meðal þess sem fram kem­ur í verðmati Capacent frá 14. des­em­ber á fé­lag­inu en í því hækk­ar verðmats­gengið um 7,5%.

Reg­inn hef­ur staðið í mikl­um fjár­fest­ing­um síðustu ár og fram kem­ur í verðmat­inu að fram­kvæmda­tíma­bilið muni draga úr arðsemi rekstr­ar fyr­ir­tæk­is­ins.

Reg­inn hóf á ár­un­um 2016 og 2017 fram­kvæmd­ir við Aust­ur­höfn og á Hafn­ar­torgi. Reg­inn tók yfir eign­ir fast­eigna­fé­lag­anna Ósvar­ar og CFV1 og réðst í end­ur­skipu­lagn­ingu á Smáralind.

Reg­inn keypti FM hús í fyrra og á þessu ári keypti fé­lagið fast­eigna­fé­lög­in HTO og RA sem eiga turn­inn á Höfðatorgi og viðbygg­ing­ar.

Heimild: Mbl.is