Home Fréttir Í fréttum Vinna tillögur til að sporna gegn vinnumansali

Vinna tillögur til að sporna gegn vinnumansali

74
0
Mynd: Freyr Arnarson - RÚV
Formaður samstarfshóps segir allar líkur á að samtök launafólks, atvinnurekendur og eftirlitsstofnanir, geti komið sér saman um tillögur til að uppræta félagsleg undirboð á vinnumarkaði. Fyrsti fundur hópsins var í dag.

Fregnir af slæmri framkomu við launafólk hafa vakið reiði í samfélaginu. Ríkisstjórnin boðaði til víðtæks samstarfs til að sporna við félagslegum undirboðum á vinnumarkaði um miðjan september.

Fyrsti fundur samráðshópsins var í velferðarráðuneytinu í dag. Fimmtán eru í hópnum frá ráðuneytum, eftirlitsaðilum, samtökum launafólks, sveitarfélögum og atvinnurekendum. Honum er ætlað að skila tillögum í lok janúar.

Hverju breytir svona einn samstarfshópur um þetta stóra, alvarlega vandamál sem vinnumansal og félagsleg undirboð eru?

„ Við vonumst til að komast yfir í nóvember, desember, janúar, að fá heildarsýn yfir þessi viðfangsefni og geta gert okkur grein fyrir því sameiginlega hver eru aðalvandamálin og brýnustu úrræðin og hvaða aðgerðir eru nauðsynlegar til skamms tíma litið um leið og við höfum þá líka eitthvert tillit til þess sem er til lengri tíma.

Mér finnst eftir þennan fyrsta fund öll ástæða til að ætla að við eigum að geta náð því.  Auðvitað hafa menn mismunandi áherslur eins og gengur og er bara skemmtilegt en það var einhugur um þetta því við erum að tala um framfylgju laga, reglna og samninga á vinnumarkaði,“ segir Jón Sigurðsson, formaður samstarfshópsins.

Heimild: Ruv.is