Home Í fréttum Undirskrift samninga utboda Hafnarfjörður skirfar undir samning við Framkvæmdafélagið Arnarhvoll um búsetukjarna

Hafnarfjörður skirfar undir samning við Framkvæmdafélagið Arnarhvoll um búsetukjarna

389
0
Frá undirritun samnings Mynd: Hafnarfjördur.is

Hafnarfjarðarbær, fyrir hönd Arnarhrauns 50 íbúðafélags hses, hefur gengið til samninga við Framkvæmdafélagið Arnarhvoll ehf. um byggingu á 6 íbúða búsetukjarna ásamt sameiginlegu rými.

Framkvæmdir hefjast strax á næstu dögum og eru verklok áætluð í mars 2020.

Öll sérbýlin eru hönnuð samkvæmt hugmyndafræði algildrar hönnunar, hönnun fyrir alla – aðgengi fyrir alla.

Í því felst að hanna góðar lausnir með jafnrétti og vellíðan alls fólks í fyrirrúmi og mun verktaki skila af sér fullbúnu húsnæði að utan sem innan.

Tillaga Arnarhvols byggir á samstarfi við Svövu Jónsdóttur arkitekt og er hér um að ræða 6 íbúða sérbýli með fullu aðgengi fyrir fatlaða og 1 sérbýli fyrir starfsfólk heimilisins.

Þetta mikilvæga verkefni er liður í áætlun sveitarfélagsins um fjölgun heimila fyrir fatlað fólk. „Framkvæmdir eru loks að hefjast við nýjan búsetukjarna og óhætt að segja að langþráðum áfanga sé náð.

Það er ánægjulegt að hugsa til þess að innan 18 mánaða muni ný og falleg heimili bíða nýrra íbúa sem þurfa svo sannarlega á þeim að halda“ segir Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar við undirritun á samningi við Arnarhvol.

Til stendur að byggja nýjan búsetukjarna við  Öldugötu og er útboð hvað það varðar nú í auglýsingu.

Heimild: Hafnarfjördur.is