Home Fréttir Í fréttum Ístak byggir upp 2. áfanga Matorku í Grindavík

Ístak byggir upp 2. áfanga Matorku í Grindavík

341
0
Mynd: Ístak

Á vormánuðum hóf Ístak jarðvinnu við 2. áfanga Matorku rétt vestan við Grindavík. Á árunum 2016-2017 sá Ístak um að byggja upp 1. áfanga í þessu verkefni sem var um 1.500 tonn, sama stærð og sá áfangi sem unnið er að núna.

Matorka einbeitir sér að eldi á bleikju í landkvíum og notast er við affallsvarma sem gerir eldisstöðina í raun einstaka á heimsvísu .

Framkvæmdatími þessa 2. áfanga er frá apríl 2018 og til loka mars 2019 og felur í sér að reisa sex 1.600 m3 ker, tvö 450 m3 ker og tvö 35 m löng sveltiker. Þá er talsvert stór hluti framkvæmdarinnar fólginn í lagna- og rafmagnsvinnu.

Einnig er uppsetning á mismunandi sérhæfðum búnaði sem kemur allur erlendis frá.
Nú hefur Ístak reist öll kerin og vinna við að fylla upp í kringum þau stendur sem hæst.

Þá er lagnavinna og rafmagnsvinna einnig hafin ásamt frágangi á borholum. Mikil vinna fer einnig í frágang á innri veggjum kerjanna en miklar kröfur eru gerðar til þess að yfirborðið sé slétt og fínt.

Veggir hringkerjanna voru forsteyptir sem einingar í steypuskála Ístaks og fluttir á verkstað af véladeild fyrirtækisins. Einnig eru ýmsir smátankar forsteypir í steypuskálanum og fluttir á staðinn. Þá hefur stálsmiðja Ístaks tekið að sér verkefni eins og smíði á botnristum, vinklum og ryðfríum lögnum.

Heimild: Istak.is