LATEST ARTICLES

Rarik hefur tekið í notkun nýja aðveitustöð í Vík í Mýrdal. Stöðin er mikilvægur liður í að mæta aukinni rafmagnsnotkun í Vík og nærliggjandi sveitum um leið og hún bætir afhendingaröryggi rafmagns. Í frétt frá Rarik segir að mikil uppbygging hafi verið á svæðinu undanfarið og því þörf á að endurnýja og efla búnaðinn. Stöðin sem var spennusett 6. september...

Úr fundargerð Bæjarráðs Garðabæjar þann 19.09.2018 Opnun tilboða í niðurrif húsa við Lækjarfit. Eftirfarandi tilboð sem hafa verið yfirfarin eru lögð fram. GT verktakar ehf. kr. 14.000.000 Mölun ehf. kr. 13.622.750 A.B.L. Tak ehf. kr. 14.475.500 EJ vélar kr. 14.551.615 Work North ehf. kr. 22.579.000 Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda Mölunar ehf. með fyrirvara um að uppfylltir séu allir skilmálar útboðsins og felur bæjarverkfræðingi afgreiðslu málsins....

Úr fundargerð Bæjarráðs Garðabæjar þann 19.09.208 Opnun tilboða í gatnagerð og lagnir í austurhluta Urriðaholts. Eftirfarandi tilboð sem hafa verið yfirfarin eru lögð fram. Jarðaval sf. kr. 588.053.450 Háfell ehf. kr. 612.151.100 Loftorka Reykjavík ehf. kr. 663.900.000 Grafa og grjót ehf. kr. 552.093.600 Kostnaðaráætlun kr. 614.068.454 Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda Gröfu og grjót ehf. með fyrirvara um að uppfylltir séu allir skilmálar útboðsins og felur...

Tilboð voru opnu 25. september í endurbyggingu á 4,8 km kafla á Borgarfjarðarvegi (94 07-08) frá Ytri Hvannagilsá í Njarðvík og um Njarðvíkurskriður að Landsenda á Borgarfirði eystra. Helstu magntölur eru: Ónothæfu efni jafnað á losunarstað                        20.000 m³ Bergskeringar                            ...

Tilboð voru opnuð 25. september í 900.000 m³ dýpkun Landeyjahafnar, 2019-2021. Miðað við gengi Seðlabanka Íslands 25. september 2018. Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr. Rohde Nielsen A/S, Kaupmannahöfn 1.399.555.040 171,2 781.578 Jan De Nul n.v., Reykjavík 1.179.364.800 144,3 561.388 Frávikstilboð Jan De Nul n.v., Reykjavík 922.833.168 112,9 304.857 Björgun ehf., Reykjavík 617.976.602 75,6 0 Áætlaður verktakakostnaður 817.575.000 100,0 199.598  

Búast má við að veggjöld um Vaðlaheiðargöng sem opnuð verða á næstunni verði allt að tvöfalt hærri en verið hafi um Hvalfjarðargöng og muni skila um 800 milljónum króna á ári. Þetta á bæði við um fólksbíla og stóra flutningambíla þannig að gjöld verði um 2000 krónur fyrir fólksbíla og allt að 6000 krónur fyrir stóra bíla. Þetta er þó...

Friðað hús sem geymt hefur verið á Granda í Reykjavík var rifið fyrir helgi án leyfis Minjastofnunar. Guðný Gerður Gunnarsdóttir, minjavörður Reykjavíkur og nágrennis hjá Minjastofnun Íslands segir að það sé lögbrot þótt viðir úr húsinu verði nýttir til að endurbyggja það. Húsið var byggt  árið 1902 og það var við Laugaveg 74. Fyrir um áratug var það flutt hingað út...

Á vormánuðum hóf Ístak jarðvinnu við 2. áfanga Matorku rétt vestan við Grindavík. Á árunum 2016-2017 sá Ístak um að byggja upp 1. áfanga í þessu verkefni sem var um 1.500 tonn, sama stærð og sá áfangi sem unnið er að núna. Matorka einbeitir sér að eldi á bleikju í landkvíum og notast er við affallsvarma sem gerir eldisstöðina í...