Nýjar lóðir skipulagðar við Hvítingaveg og við Skólaveg í Vestmanneyjum

Skjáskot/ALTA

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja á síðastliðinn mánudag var tekið fyrir deiliskipulag vegna Hvítingavegar og Skólavegar. Fram kemur í fundargerðinni að skipulagsfulltrúi hafi kynnt drög að skilmálum fyrir nýjar lóðir við Hvítingaveg og við Skólaveg. Í afgreiðslu ráðsins segir að ráðið feli starfsmönnum umhverfis- og framkvæmdasviðs að vinna tillöguna áfram og í framhaldinu kynna hana. Hér má… Continue reading Nýjar lóðir skipulagðar við Hvítingaveg og við Skólaveg í Vestmanneyjum

Skipulagi breytt fyrir nýtt baðlón í Eyjum

Gert er ráð fyrir að baðlónið verði um 1.400 fermetrar og þjónustubyggingin 1.000 fermetrar. Mynd/Lava Spring Vestmannaeyjar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur nú samþykkt að auglýsa skipulagslýsingu fyrir tillögu að breytingu á aðalskipulag svo unnt verði að gera baðlónið að raunveruleika. Fram kemur í skipulagslýsingu vegna baðlónsins að gert sé ráð fyrir heitu lóni ásamt heitum pottum, gufuböðum og innbyggðum hraunhelli. Sömuleiðis veitingasölu og aðra þjónustu auk þess sem möguleiki sé á… Continue reading Skipulagi breytt fyrir nýtt baðlón í Eyjum

Vilja stækka Strandveg 51 í Vestmannaeyjum

Strandvegur 51 í Vestmannaeyjum

Á 349. fundi umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja þann 28. júní s.l. var kynnt umsókn Davíðs Guðmundssonar, f.h. Eignarhaldsfélags Tölvunnar ehf, vegna deiliskipulagsbreytingar fyrir Strandveg 51. Umrætt hús er á götuhorni Strandvegar og Herjólfsgötu og hefur lengi hýst verslun og þjónustu undir vörumerkinu Tölvun. Breyting á deiliskipulagi hússins miðar af því að heimila frekari viðbyggingar íbúða… Continue reading Vilja stækka Strandveg 51 í Vestmannaeyjum

Stækkun Hamarsskóla: Stefnt er að verklokum í lok árs 2023

Hamarsskóli. Ljósmynd/TMS

Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar lagði fram á síðasta fundi fræðsluráðs nýja tímalínu framkvæmda vegna viðbyggingar Hamarsskóla. Gengið er út frá því að hönnunarforsendur verði tilbúnar í ágúst og í kjölfarið hægt að semja um hönnun. Vinna við útboðsgögn getur þá hafist í nóvember/desember og útboð á verkinu í desember til febrúar 2022. Stefnt er að verklokum í… Continue reading Stækkun Hamarsskóla: Stefnt er að verklokum í lok árs 2023

Framkvæmdir hafnar við nýjan veg í Friðarhöfn í Vestmannaeyjum

Ljósmyndir/TMS

Í botni Friðarhafnar er nú unnið að vegagerð, en vegurinn sem þar er við bryggjuna lokast og akvegurinn færist vestar. Vestur fyrir nýbygginguna sem stendur til að reisa á flötinni. Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar segir að Steypudrangur ehf. annist jarðvinnuna sem ætlunin sé að ljúka í ágúst. „Það þarf þó aðeins að fylgja öðrum… Continue reading Framkvæmdir hafnar við nýjan veg í Friðarhöfn í Vestmannaeyjum

Styttist í að fyrstu íbúarnir flytji inn á Ísfélagsreit í Vestmannaeyjum

Fjöldi iðnaðarmanna var að störfum bæði innandyra og utan á húsinu í síðustu viku. Ljósmyndir/TMS

Það var áhugavert að skoða þá miklu uppbyggingu sem nú er á lokametrunum á Ísfélagsreitnum svokallaða við Strandveg 26. Árið 2018 ákváðu bæjaryfirvöld í Eyjum að leggja upp í fasteignaþróun á hinum svokallaða Ísfélagsreit eða nánar tiltekið á Strandvegi 26. Að undangengnu auglýsingaferli var ákveðið að vinna með fyrirtækinu Steina og Olla að fasteignaþróuninni. Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri… Continue reading Styttist í að fyrstu íbúarnir flytji inn á Ísfélagsreit í Vestmannaeyjum

Framkvæmdir í Eyjum – myndband

Íslandsbanki opnar nýtt útibú í Eyjum á morgun. Ljósmynd/TMS

Víða eru í gangi framkvæmdir í Vestmannaeyjum. Má þar nefna gamla Ísfélagshúsið að Strandvegi 26. Þá eru framkvæmdir á Eiðinu og eins í Vestmannaeyjahöfn. Auk þess standa yfir framkvæmdir við Ráðhús Vestmannaeyja. Þetta er sýnishorn af mörgum framkvæmdum, en auk þessa er verið að reisa raðhús sem og einbýlishús vestur á hamri. Halldór B. Halldórsson… Continue reading Framkvæmdir í Eyjum – myndband

Unnið að endurbótum á Ráðhúsi Vestmannaeyja – myndband

Ráðhús Vestmannaeyja. Ljósmynd/TMS

Undanfarnar vikur hafa staðið yfir framkvæmdir við Ráðhús Vestmannaeyja, en til stendur að flytja þangað hluta bæjarskrifstofana á ný. Greint var frá því í síðasta mánuði að húsið verði einangrað að nýju og allar innréttingar og lagnir endurnýjaðar, en það var byggingarfyrirtækið Steini og Olli ehf. sem fengu verkið. Gluggaskiptum er lokið í húsinu, sem… Continue reading Unnið að endurbótum á Ráðhúsi Vestmannaeyja – myndband

50 milljónir áætlaðar í Vigtartorgið í ár

Töluvert er komið af hleðsluveggjum á Vigtartorgið. Ljósmyndir/TMS

Á þessu ári var gert ráð fyrir 50 milljónum króna í fjárhagsáætlun Vestmannaeyjahafnar til framkvæmda á Vigtartorginu. En undanfarnar vikur hefur verið unnið að grjóthleðslu á torginu. Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar segir í samtali við Eyjar.net að það sé áætlað að klára hleðsluveggi, koma upp lýsingu og leiktækjum á þessu ári. Reiknað… Continue reading 50 milljónir áætlaðar í Vigtartorgið í ár

Fyrsta skóflustungan tekin að fjölbýlishúsum við Sólhlíð í Vestmannaeyjum

Garðar og Kristján taka hér fyrstu skóflustunguna. Ljósmyndir/TMS

Það var kátt á hjalla hjá viðstöddum á Sólhlíðinni í gær þegar fyrsta skóflustungan var tekin að tveimur tveggja hæða fjölbýlishúsum sem þar munu rísa. Það er Vigtin Fasteignafélag sem byggir fjölbýlishúsin. Alls verða íbúðirnar 20 talsins, að sögn Sigurjóns Ingvarssonar, byggingarstjóra. Hann segir að íbúðirnar séu á bilinu 60-120 fermetrar. Aðspurður um hvert áhugasamir kaupendur geti snúið… Continue reading Fyrsta skóflustungan tekin að fjölbýlishúsum við Sólhlíð í Vestmannaeyjum