Grafið var í stofnlögn kalds vatns við Háskóla Íslands

Við framkvæmdir verktaka gerðist það óhapp að grafið var í stofnlögn kalds vatns við Tanngarð, hús tannlæknadeildar Háskóla Íslands, um klukkan 13:00 í dag. Um er að ræða stóra lögn sem fæðir Vesturbæ Reykjavíkur. Mikið vatn flæddi úr lögninni og hefur það valdið þrýstingslækkun í dreifikerfi kalda vatnsins í vestari hluta borgarinnar. Tilkynningar hafa borist… Continue reading Grafið var í stofnlögn kalds vatns við Háskóla Íslands

Hefja aftur sprengingar Eyjafjarðarmegin

Tækjabúnaður verður fluttur til Eyjafjarðar frá Fnjóskadal til að hægt sé að byrja að sprengja aftur Eyjafjarðarmegin. Á morgun verður hafist handa við að flytja tæki og búnað úr Fnjóskadal yfir í Eyjafjörð til að hægt sé að byrja að sprengja þeim megin sem fyrst. Tólf dagar eru síðan hætt var að sprengja í Vaðlaheiðargöngum… Continue reading Hefja aftur sprengingar Eyjafjarðarmegin

Norðmenn hefðu varla samþykkt gangagerðina

Vaðlaheiðargöng

Nær engar líkur eru á því að norska þingið hefði samþykkt þátttöku norska ríkisins í gerð ganga eins og Vaðlaheiðarganga, ef undirbúningur þeirra hefði farið fram samkvæmt norskum stjórnsýslureglum og viðmiðunum. Þetta segir lektor við Háskólann í Reykjavík. Doktor Þórður Víkingur Friðgeirsson er verkfræðingur og hefur rannsakað stjórnsýslu hins opinberra við stórar framkvæmdir. Hann hefur… Continue reading Norðmenn hefðu varla samþykkt gangagerðina

Vaðlaheiðargöng: Lekinn mun kosta milljarða

Ljóst er að endurtekin vandamál vegna vatnsleka í Vaðlaheiðargöngum munu tefja verkið svo mánuðum skiptir með tilheyrandi kostnaði. Fyrri dæmi um áþekkan vanda í gangagerð á Íslandi benda til að sá kostnaður muni hlaupa á hundruðum milljóna ef ekki milljörðum. „Það er ljóst að það eru komnar verulegar tafir. Kostnaður mun aukast, en við vitum… Continue reading Vaðlaheiðargöng: Lekinn mun kosta milljarða

Stór hluti ganganna á bólakafi

Mynd: Rúv.is

Búast má við því að fleiri vatnsæðar valdi töfum á framkvæmdum í Vaðlaheiðargöngum en þær tvær sem nú þegar hafa opnast. Aldrei áður hafa viðlíka aðstæður skapast í gangagerð á Íslandi og þær sem nú eru í austurenda ganganna. Við undirbúning framkvæmdanna var ein skýrsla gerð sem fjallaði um rannsóknarboranir í Vaðlaheiði og tók saman… Continue reading Stór hluti ganganna á bólakafi

Mikill vatnsleki í Vaðlaheiðargöngunum

Mikið af vatni hefur flætt inn í Vaðlaheiðargöng eftir að vatnsæð opnaðist í gönunum á föstudag. Í fréttum RÚV kom fram að vatnsflaumurinn væri austanmegin í göngunum í Fnjóskadal en hingað til hafi helstu vatnsflóðin verið í vesturenda þeirra. Æð opnaðist í fyrra vestan megin í göngunum en nú er vatnið kalt og meira flæðir… Continue reading Mikill vatnsleki í Vaðlaheiðargöngunum

Vatnsflaumur í austurenda Vaðlaheiðarganga

Mikið vatn hefur flætt í Vaðlaheiðargöngum eftir að vatnsæð opnaðist í göngunum í gær. Nú ber svo við að vatnsflaumurinn er austanmegin í göngunum, í Fnjóskadal, en hingað til hafa helstu vatnsflóðin verið í vesturenda ganganna. Einar Hrafn Hjálmarsson staðarstjóri segir að ansi mikið vatn sé í göngunum og að dælur séu þar í gangi… Continue reading Vatnsflaumur í austurenda Vaðlaheiðarganga