Grindavík : Samningar vegna hönnunar á nýrri félagsaðstöðu eldri borgara undirritaðir

Á meðfylgjandi mynd er Fannar Jónasson, bæjarstjóri fyrir miðju, auk Ástu Logadóttur frá ráðgjafafyrirtækinu Lotu ehf. og Oddi Finnjarnasyni frá THG arkítektum.

Í gær voru undirritaðir samningur vegna hönnunar á nýrri byggingu félagsaðstöðu eldri borgara í Grindavík við THG arkitektar og Lota ehf. Um er að ræða 1120 fermetra byggingu á tveimur hæðum sem mun tengjast núverandi íbúðum í Víðihlíð. Miðað er við að framkvæmdin verði boðin út í tveimur áföngum, í fyrri áfanga er byggingin fullbúin að utan… Continue reading Grindavík : Samningar vegna hönnunar á nýrri félagsaðstöðu eldri borgara undirritaðir

Kópavogur semur við Óskatak ehf. stígagerð meðfram Fífuhvammsvegi

Mynd: Mbl.is

Úr fundargerð Bæjarráðs Kópavogs þann 06.08.2020 Liður 7. 2003768 Útboð – endurbætur á göngu- og hjólaleið meðfram Arnarnesvegi og Fífuhvammsvegi. Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 27. júlí 2020, lagt fram erindi þar sem óskað er heimildar bæjarráðs til að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Óskaverk ehf., í stígagerð meðfram Fífuhvammsvegi á milli Lindarvegar og golfvallar GKG.… Continue reading Kópavogur semur við Óskatak ehf. stígagerð meðfram Fífuhvammsvegi

Steypustöð Skagafjarðar leggur rafstreng á Snæfellsnesi

Guðmundur Ingi Ásmundsson forstjóri Landsnets, Ásmundur Pálmason framkvæmdastjóri Steypustöðvar Skagafjarðar, Anna Sigga Lúðvíksdóttir sérfræðingur í innkaupum hjá Landsneti, Friðrik Pálmason verkefnastjóri og Steingrímur Óskarsson verkstjóri hjá Steypustöð Skagafjarðar við undirskrift verksamnigsins. Mynd: Landsnet.is

Steypustöð Skagafjarðar mun sjá um lagningu jarðstrengs á milli Grundarfjarðar og Ólafsvíkur með viðeigandi greftri, slóðagerð og frágangsvinnu eftir því sem fram kemur á heimasíðu Landsnets. Með lagningu Grundarfjarðarlínu 2, 66 kV jarðstrengs eykst afhendingaröryggi raforku á svæðinu til muna. Tveir valkostir komu til greina vegna nýrrar tengingar, jarðstrengur alla leið eða loftlína með jarðstreng… Continue reading Steypustöð Skagafjarðar leggur rafstreng á Snæfellsnesi

Skrifað undir samning um Dýrafjarðargöng

Skrifað undir samning um Dýrafjarðargöng. Frá vinstri: Jón Gunnarsson, Hreinn Haraldsson, Vaclav Soukup og Dofri Eysteinsson.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, vegamálastjóri og forráðamenn verktakafyrirtækjanna Suðurverks og Metrostav frá Tékklandi skrifuðu í dag undir samning um gerð Dýrafjarðarganga en fyrirtækin áttu lægsta tilboð af fimm í verkið. Undirbúningur framkvæmda getur nú hafist. Áætlað var að skrifa undir samninginn í dag á Hrafnseyri við Arnarfjörð að viðstöddum gestum. Vegna veðurs og ófærðar á Hrafnseyrar-… Continue reading Skrifað undir samning um Dýrafjarðargöng

Undirritun vegna Dýrafjarðarganga frestað

Gangamunninn Arnarfjarðarmegin verður skammt frá Mjólkárvirkjun. Mynd: GRAFÍK/VEGAGERÐIN.

Formlegri undirritun samninga við aðalverktaka Dýrafjarðarganga hefur verið frestað vegna ófærðar. Til stóð að samningar Vegagerðarinnar við Metrostav a.s. frá Tékklandi og Íslenska verktakann Suðurverk um framkvæmdir á Dýrafjarðargöngum yrðu undirritaðir á Hrafnseyri í Arnarfirði klukkan tvö í dag. Undanfarna daga hefur hins vegar snjóað mikið í fjöll á Vestfjörðum og Hrafnseyrarheiði, á milli Dýrafjarðar… Continue reading Undirritun vegna Dýrafjarðarganga frestað

Samið við Borgarverk um Kirkjuveginn á Selfossi

Horft niður eftir Kirkjuvegi frá gatnamótunum við Eyraveg. Mynd: sunnlenska.is/Helga R. Einarsdóttir

Bæjarráð Árborgar samþykkti á fundi sínum í morgun að taka tilboði Borgarverks ehf. í endurnýjun Kirkjuvegar á Selfossi og mun bæjarstjórn samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun vegna málsins. D.Ing-verk ehf í Garðabæ bauð lægst í verkið, rúmar 132,9 milljónir króna en félagið uppfyllti ekki hæfnisskilyrði sem tilgreind voru í útboðsgögnum. Tilboð Borgarverks hljóðaði upp á 142,4… Continue reading Samið við Borgarverk um Kirkjuveginn á Selfossi