Framtíðarhúsnæði Tækniskólans rísi í Hafnarfirði

Mynd: Hafnarfjörður.is

Stefnt er að því að niðurstaða greiningarvinnu liggi fyrir í lok nóvember 2021 Lilja D. Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra, Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar og Egill Jónsson stjórnarformaður Tækniskólans skrifuðu undir yfirlýsinguna í dag. Í henni sammælast þau um að skipa fulltrúa í verkefnastjórn, rýna fyrirliggjandi þarfagreiningar og tillögur um fyrirkomulag… Continue reading Framtíðarhúsnæði Tækniskólans rísi í Hafnarfirði

Fimmfalt fleiri útskrifast úr háskóla en iðnnámi

Mynd: RÚV - Vilhjálmur Þór Guðmundsson - RÚV

Mikill munur er hér á landi milli fjölda útskrifaðra nema úr bóklegu háskólanámi annars vegar og verk- og iðnnámi hins vegar. Ísland sker sig nokkuð úr hvað þetta varðar í samanburði við nágrannalöndin og ástæðurnar virðast margþættar. Nærri fimmfalt fleiri hafa útskrifast úr háskólanámi á árinu en úr iðnnámi. Á fjórða þúsund nemendur voru brautskráðir… Continue reading Fimmfalt fleiri útskrifast úr háskóla en iðnnámi

Bjóða upp á nýtt nám í jarðvirkjun til að auka nýliðun

Mynd: Guðmundur Bergkvist - RÚV

Tækniskólinn býður upp á nýtt nám í jarðvirkjun í haust. Skortur hefur verið á nýliðun starfsfólks í faginu hérlendis og með auknum kröfum um öryggi og gæði, styttri framkvæmdatíma, minna rask, þéttingu byggðar og tækniþróun eykst þörfin sífellt fyrir vel menntað starfsfólk í jarðvirkjun. Námið mun undir búa einstaklinga undir fjölbreytt störf sem felast í… Continue reading Bjóða upp á nýtt nám í jarðvirkjun til að auka nýliðun

Gríðarleg aðsókn í verknám en margir fá ekki inni

Hildur Ingvarsdóttir skólameistari Tækniskólans segir afar leitt að þurfa að hafna fólki um skólavist.

Ásókn í verknám hefur aukist gríðarlega síðustu ár og hafa skólar þurft að hafna fjölmörgum umsóknum vegna plássleysis. Tækniskólinn þurfti að hafna ríflega fjórum af hverjum tíu umsóknum í byggingar-og raftækninám á þessari önn. Skólameistari segir það ömurlegt. Undir Tækniskólanum í Reykjavík eru Byggingartækniskólinn og Raftækniskólinn og hefur síðustu ár þurft að hafna stórum hluta… Continue reading Gríðarleg aðsókn í verknám en margir fá ekki inni

Ræða möguleika þess að byggja nýjan Tækniskóla

Mynd: Jón Þór Víglundsson - RÚV

Stjórn Tækniskólans skoðar nú möguleika þess að byggja nýtt hús sem gæti hýst alla starfsemi skólans á einum stað. Skólameistari segir að búið sé að ræða við sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu en hugmyndin sé á frumstigi. Tækniskólinn er nú rekinn í tíu húsum á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu, í tveimur sveitarfélögum í Hafnarfirði og Reykjavík. Hildur Ingvarsdóttir,… Continue reading Ræða möguleika þess að byggja nýjan Tækniskóla

Kennarar Iðnskólans í Hafnarfirði uggandi

Iðnskólinn í Hafnarfirði

Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði ætla að krefjast staðfestingar strax eftir helgi að iðnnám verði áfram öflugt í bænum þótt Iðnskólinn í Hafnarfirði verði lagður niður og starfsemin hans renni inn í Tækniskólann ehf. Kennurum í Iðnskólanum í Hafnarfirði líst ekki á áformin.   Kennurum í Iðnskólanum í Hafnarfirði, sem verður öllum sagt upp þegar skólinn rennur… Continue reading Kennarar Iðnskólans í Hafnarfirði uggandi

Iðnskólinn í Hafnarfirði færður undir Tækniskólann

Iðnskólinn í Hafnarfirði

Iðnskólinn í Hafnarfirði verður lagður niður í núverandi mynd og starfsemin færð undir Tækniskólann. Menntamálaráðherra hefur tekið þessa ákvörðun sem byggð er á einróma niðurstöðu vinnuhóps um fýsileika sameiningar.   Sameining skólanna tveggja hefur lengi verið til umræðu. Hjólin fóru að snúast hraðar þegar stjórn Tækniskólans sem er einkahlutafélag óskaði eftir því í febrúar að… Continue reading Iðnskólinn í Hafnarfirði færður undir Tækniskólann

Unnið að sameiningu Iðnskólans og Tækniskólans

Iðnskólinn í Hafnarfirði

Unnið er nú að því innan mennta- og menningarmálaráðuneytisins að athuga hvort hagstætt sé að Iðnskólinn í Hafnarfirði renni inn í Tækniskóla Íslands. Nefnd er að störfum sem vinnur að fýsileikakönnun á samrunanum. Starfsmenn Iðnskólans í Hafnarfirði hafa áhyggjur af stöðunni. Starfandi skólameistari Iðnskólans, Þór Pálsson, var í lok janúar síðastliðins ráðinn sem aðstoðarskólameistari Tækniskólans.… Continue reading Unnið að sameiningu Iðnskólans og Tækniskólans