Fyrsta skóflustunga viðbyggingar við Hrafnagilsskóla

Erna, Hrund, Guðlaugur, Sveinbjörg, Erna Lind og Jón taka fyrstu skóflustunguna af viðbyggingu við Hrafnagilsskóla

Í gær var fyrsta skóflustugnan tekin af viðbyggingu við Hrafnagilsskóla, fimmtíu árum eftir að fyrsta skóflustunga af Hrafnagilsskóla var tekin. Stærð viðbyggingarinnar verður um 1.900m2 og mun húsið að lokum meðal annars hýsa leikskóla, grunnskóla, fjölnota sali, bókasafn, upplýsingaver, aðstaða til tónlistaiðkunar og kennslu, félagsmiðstöð og líkamsræktaraðstöðu. Umtalsvert samráðsferli var í aðdraganda skóflustungunnar samráð hefur… Continue reading Fyrsta skóflustunga viðbyggingar við Hrafnagilsskóla

Áforma uppbyggingu á Héðinsreitnum

Pawel Bartoszek, formaður skipulags- og samgönguráðs, Heimir Sigurðsson, stjórnarmaður hjá Festi, Pálína Gísladóttir, verkefnastjóri hjá Festi, og Róbert Aron Róbertsson, framkvæmdastjóri Festis, taka skóflustungu á Héðinsreit. mbl.is/Unnur Karen

Fyrsta skóflu­stung­an var tek­in að ríf­lega 200 íbúðum á Héðins­reit í gær. Hann skipt­ist í tvo hluta; Selja­veg 2 og Vest­ur­götu 64 og verða byggðar þar yfir 300 íbúðir. Fest­ir á Vest­ur­götu 64. Sá reit­ur af­mark­ast af Mýr­ar­götu, Ánanaust­um og Vest­ur­götu. Þar áform­ar Fest­ir að byggja um 210 íbúðir. Bygg­ing­ar­magnið of­anj­arðar er um 22 þúsund… Continue reading Áforma uppbyggingu á Héðinsreitnum

Nýtt rannsóknahús Landspítala rís

Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður stýrihóps um framkvæmdir við Landspítala, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans og Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Mynd: Eva Björk Ægisdóttir

Heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, tók í dag fyrstu skóflustungu að nýju 17.500 fermetra rannsóknahúsi. Heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, tók í dag fyrstu skóflustungu að nýju rannsóknahúsi ásamt Páli Matthíassyni forstjóra Landspítala, Unni Brá Konráðsdóttur, formanni stýrihóps Landspítala og Jóni Atla Benediktssyni rektor Háskóla Íslands. Greint er frá þessu í fréttatilkynningu. Rannsóknahúsið verður um 17.500 fermetrar að stærð… Continue reading Nýtt rannsóknahús Landspítala rís

Nýr tíu deilda leikskóli byggður á Hvolsvelli

Leikskólabörn á Hvolsvelli sáu um að taka fyrstu skóflustungurnar af nýja leikskólanum með aðstoð forsvarsmanna Rangárþings eystra. MAGNÚS HLYNUR HREIÐARSSON

Um hundrað leikskólabörn á Hvolsvelli komu saman með skóflurnar sínar í vikunni og tóku fyrstu skóflustungurnar af nýjum leikskóla. Leikskólinn verður með tíu deildum og fyrir um hundrað og áttatíu börn. Kostnaðurinn við bygginguna verður um einn milljarður króna. Það var mikil spenna og eftirvænting á Hvolsvelli þegar leikskólabörn á leikskólanum Örk komu gangandi með… Continue reading Nýr tíu deilda leikskóli byggður á Hvolsvelli

Fyrsta skóflustungan að nýrri flugstöðvarbyggingu á Akureyrarflugvelli

Mynd: Kaffið.is

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, tók í dag skóflustungu fyrir nýja viðbyggingu við flugstöðina á Akureyrarflugvelli. Skóflustungan er að 1100 fermetra stækkun á flugstöðvarbyggingunni. Viðbyggingin mun hjálpa til við að veita viðunandi þjónustu fyrir millilanda- og innanlandsflug. Verklok eru áætluð í lok árs 2022 og flugstöðin tekin í notkun vorið 2023. Stækk­un flug­stöðvar á Ak­ur­eyri og… Continue reading Fyrsta skóflustungan að nýrri flugstöðvarbyggingu á Akureyrarflugvelli

Fyrsta skóflustungan að verslun Krónunnar á Akureyri

Mynd: Agnieszka Luksza

Fyrsta skóflustungan að nýrri verslun Krónunnar á Akureyri var tekin klukkan 10.00 í dag á Hvannavallareitnum. Nú stendur til að Krónan opni á Akureyri síðla árs 2022 en koma verslunarinnar í bæinn hefur staðið til frá því árið 2016. Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar, og Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festi, eignarhaldsfélags Krónunnar, tóku fyrstu skóflustunguna… Continue reading Fyrsta skóflustungan að verslun Krónunnar á Akureyri

Fyrsta skóflustunga á Dvergsreitnum í Hafnarfirði

Mynd: Facebooksíða GG Verks

Í gær var tekin fyrsta skóflustunga á Dvergsreitinum í Hafnarfirði. En GG Verk ehf. og Hafnarfjarðabær rituðu undir samning um uppbyggingu á Dvergsreitnum árið mitt ár 2018. Miklar breytingar eru framundan á reitnum, breytingar sem hafa það að markmiði að tengja með fallegum hætti nýja byggð við eldri byggð. Við mótun nýrrar byggðar var leitast… Continue reading Fyrsta skóflustunga á Dvergsreitnum í Hafnarfirði

Algalíf reisir 4 milljarða verksmiðju

Orri fylgist hér með Kjartani og Bjarna að störfum. Mynd: Vb.is

Bæjarstjóri Reykjanesbæjar og fjármálaráðherra tóku í dag fyrstu skóflustunguna fyrir nýja verksmiðju Algalíf. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, tóku í dag fyristu skóflustungu að nýtti verksmiðju líftæknifyrirtækisins Algalíf. Um fjögurra milljarða króna framkvæmd er að ræða sem ríflega tvöfaldar stærð verksmiðju félagsins. Algalíf framleiðir örþörunga í lokuðum vatnskerfum og… Continue reading Algalíf reisir 4 milljarða verksmiðju

Bæjarstjóri tók fyrstu skóflustunguna að nýju Hlíðarhverfi í Grindavík

Mynd: Grindavíkurbær

Í vikunni var fyrsta skóflustungan tekin að nýju Hlíðarhverfi og verksamningur undirritaður milli Grindavíkurbæjar og verktakans Jóns & Margeirs. Það var enginn annar en bæjarstjórinn sjálfur, Fannar Jónasson, sem sá um að stýra gröfunni og taka fyrstu skóflustunguna. Viðstaddir skóflustunguna auk bæjarstjóra og verktakans Jóns & Margeirs, voru bæjarfulltrúarnir Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs, Sigurður Óli… Continue reading Bæjarstjóri tók fyrstu skóflustunguna að nýju Hlíðarhverfi í Grindavík

Skóflustunga tekin að nýju iðnaðarhúsnæði á Blönduósi

Jóhannes með áhaldið góða og Kári Kárason framkvæmdastjóri Vilko við hlið hans. Ljósm: Jón Sigurðsson

Laugardaginn 8. maí tók Jóhannes Torfason, stjórnarformaður Protis og Vilko, fyrsta skóflustunga að nýju húsi á Ægisbraut 2 á Blönduósi. Stefnt er að því að byggja um 1.200 fermetra hús, en í fyrsta áfanga verða byggðir um 440 fermetrar, ætlaðir fyrir sérhæfða matvæla- og heilsuvöruframleiðslu. Byggingakostnaður er áætlaður um 100 milljónir króna Í kjölfar kaupa… Continue reading Skóflustunga tekin að nýju iðnaðarhúsnæði á Blönduósi