Skóflustunga tekin að mestu framkvæmdum Alþingis í 140 ár

Nýju viðbyggingu Alþingis er ætlað að líta svona út. Mynd: Studio granda arkitektar

Fyrsta skóflustungan að nýbyggingu Alþingis var tekin í dag, sem markar mestu framkvæmd á vegum Alþingis í 140 ár. Byggingin verður 6000 fermetrar og mun koma til með að hýsa skrifstofur fyrir þingmenn, aðstöðu fyrir þingflokka, fundaherbergi nefnda og vinnuaðstöðu starfsmanna þeirra, auk funda og ráðstefnuaðstöðu. Byggingin verður tengd flestum byggingum Alþingis og verður þannig… Continue reading Skóflustunga tekin að mestu framkvæmdum Alþingis í 140 ár

Gamli hafnargarðurinn orðinn veggklæðning

Grjót úr eldri hafnargarðinum öðlast nýtt líf sem veggklæðning í anddyri Kalkofnsvegar 2, einnar nýbyggingarinnar við Hafnartorg. Mynd: Fréttablaðið/Ernir

Minning hafnargarðanna, sem grafnir voru upp og fjarlægðir stein fyrir stein við Hafnar­torg fyrir nokkrum árum, verður heiðruð í byggingunum sem þar hafa nú risið. Samkomulag náðist milli framkvæmdaaðila og Minjastofnunar um að gera minjunum þar hátt undir höfði. Í því felst meðal annars að grjóti úr eldri garðinum hefur verið breytt í veggflísar sem nú… Continue reading Gamli hafnargarðurinn orðinn veggklæðning

Stutt í útboð á byggingu Húss íslenskra fræða

Mynd: arnastofnun.is

Bygging Húss íslenskra fræða verður boðin út eftir nokkrar vikur, segir menntamálaráðherra. Fimm ár eru síðan fyrsta skóflustungan var tekin og þrettán ár síðan ríkisstjórn ákvað að nýta Símapeningana svonefndu til að byggja húsið. Grunnur að húsinu var grafinn 2013 en eftir það stöðvuðust framkvæmdir. Fyrir tæpum þrettán árum tilkynnti ríkisstjórnin hvernig verja ætti söluandvirði… Continue reading Stutt í útboð á byggingu Húss íslenskra fræða

Salt­húsið end­ur­nýjað á Siglufirði

Efri hæðin geng­ur í end­ur­nýj­un lífdaga í hönd­um sigl­firskra smiða. MYND: mbl.is/​Sig­urður Ægis­son

Smiðir frá Bygg­inga­fé­lag­inu Bergi á Sigluf­irði hafa und­an­farna mánuði lag­fært gólf­bita og burðar­virki og end­ur­nýjað gólfið á efri hæðinni í Salt­hús­inu, nýj­ustu bygg­ingu Síld­ar­minja­safns­ins. Um er að ræða fyrsta áfanga vinnu inn­an­dyra, en stefnt er að því að taka húsið í notk­un í áföng­um eft­ir því sem verk­inu miðar áfram. Grunn­ur þess var steypt­ur í… Continue reading Salt­húsið end­ur­nýjað á Siglufirði

Sigmundur Davíð um Borgarlínu: „Þetta er í rauninni bara galið“

Mynd: Mannvit

„Þetta er í rauninni bara galið,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins um fyrirhuguð áform um Borgarlínu, nýtt kerfi almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Sigmundur Davíð var gestur Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og var umræðuefnið skipulagsmál. Snerist umræðan fyrst og fremst um borgarlínuna. Sagðist Sigmundur Davíð almennt vera sammála þeim rökum sem færð… Continue reading Sigmundur Davíð um Borgarlínu: „Þetta er í rauninni bara galið“

Vill að stjórnvöld bregðist við tilboði Garðabæjar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, vill að stjórnvöld bregðist við tilboði Garðabæjar um að nýr Landspítali rísi við Vífilsstaði. Fjallað var um málið í Morgunblaðinu í dag og rætt við Gunnar Einarsson, bæjarstjóra Garðabæjar, þar sem hann lýsti því að bærinn væri tilbúinn í samstarf við stjórnvöld svo reisa mætti nýjan spítala við Vífilsstaði. Í færslu… Continue reading Vill að stjórnvöld bregðist við tilboði Garðabæjar

Friðlýsing húsa og mannvirkja færð undir forsætisráðuneytið

Minjastofnun Íslands og Þjóðminjasafn Íslands verða sameinuð í eina stofnun, Þjóðminjastofnun, en Þjóðminjasafnið verður ennþá til sem höfuðsafn. Verkefni laga um menningarminjar sem lúta að friðlýsingu húsa og mannvirkja, sem og afnám slíkrar friðlýsingar, færast til forsætisráðuneytisins. Þetta er lagt til í nýju lagafrumvarpi stýrihóps á vegum forsætisráðherra. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að frumvarpið… Continue reading Friðlýsing húsa og mannvirkja færð undir forsætisráðuneytið

Færsla ráðuneyta á Hafnartorg ekki rædd í ríkisstjórn

Mögulegur samningur um flutning ráðuneyta í nýbyggingu á Hafnartorgi, og möguleikinn á því að skipta á lóð ríkisins við Skúlagötu og lóðinni á Hafnartorgi, hafa ekki verið rædd í ríkisstjórn Íslands. „Það er ekki komið neitt mál til þess að samþykkja í ríkisstjórn,“ segir forsætisráðherrann Sigmundur Davíð Gunnlaugsson um málið. Svandís Svavarsdóttir, þingmaður VG, spurði… Continue reading Færsla ráðuneyta á Hafnartorg ekki rædd í ríkisstjórn

Sigmundur Davíð vill að verktakar hlusti á gagnrýni á Hafnartorg og endurhanni

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra telur að þeir sem ætla að byggja upp Hafnatorg í miðborg Reykjavíkur verði að hlusta á gagnrýni sem fram hefur komið á verkefnið og endurhanna reitinn með hliðsjón af þeim sjónarmiðum. Sigmundur Davíð hefur sjálfur lagt fram mikla gagnrýni á framkvæmdina, sagt hana vega að miðbænum og því yfirbragði sem þar… Continue reading Sigmundur Davíð vill að verktakar hlusti á gagnrýni á Hafnartorg og endurhanni

Ákvörðun um nýbyggingar á Alþingisreitnum er á forræði Alþingis

Mynd: Jólakort forsætisráðherra.

Ákvörðun um nýbyggingar á Alþingisreitnum er á forræði Alþingis en ekki forsætisráðuneytisins eða ríkisstjórnarinnar. Það er forsætisnefnd sem hefur tekið ákvarðanir um þessi mál fyrir hönd þingsins. Þetta staðfestir Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, í samtali við Kjarnann. Nefndin hefur þegar tekið fyrstu skrefin í átt að byggingu skrifstofubyggingar á Alþingisreitnum svokallaða. Það er gert… Continue reading Ákvörðun um nýbyggingar á Alþingisreitnum er á forræði Alþingis