„Þetta er risavaxið verkefni”

Samkvæmt skipulagi er gert ráð fyrir 160 þúsund fermetrum af nýju byggingarmagni á Kringlureitnum auk bílakjallara, sem verður undir nánast öllu svæðinu. Aðsend mynd

Nýtt aðalskipulag Reykjavíkurborgar tekur brátt gildi og þar með opnast fyrir þúsund íbúða uppbyggingu á Kringlureitnum. Nú hillir undir að nýtt aðalskipulag Reykjavíkurborgar taki gildi. Þar með opnast dyrnar fyrir margar stórar framkvæmdir víða í borgarlandinu. Ein sú stærsta og flóknasta er uppbygging um þúsund íbúða og atvinnuhúsnæðis á Kringlureitnum. Byrjað verður á því að… Continue reading „Þetta er risavaxið verkefni”

Þriðju hæðinni breytt fyrir milljarð

Til stendur að breyta þriðju hæð Kringlunnar og fjölga veitingastöðum og annarri afþreyingu. Ljósmynd/Aðsend

Ákveðið hef­ur verið að end­ur­skipu­leggja og breyta þriðju hæð Kringl­unn­ar og er kostnaður áætlaður um millj­arður króna. Fram­kvæmd­irn­ar munu taka eitt og hálft til tvö ár. Sam­kvæmt frétta­til­kynn­ingu munu fram­kvæmd­ir við þriðju hæðina hefjast inn­an tíðar en á hæðinni mun verða boðið upp á nýbreytni í afþrey­ingu og veit­ing­um. Þetta verður viðbót við Sam­bíó­in og… Continue reading Þriðju hæðinni breytt fyrir milljarð

Endurbæta Kringluna fyrir milljarð

Guðjón Auðunsson er forstjóri Reita. Aðsend mynd

Fasteignafélagið Reitir hagnaðist um milljarð á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, samanborið við milljarðstap á sama fjórðungi í fyrra. Félagið hyggur á endurbætur á sinni stærstu eign, Kringlunni, fyrir rúmlega milljarð króna á næstu misserum. Leigutekjur námu 2,8 milljörðum og hreinar leigutekjur tæpum 2 milljörðum, sem er 4,6% og 5,7% lækkun milli ára. Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu… Continue reading Endurbæta Kringluna fyrir milljarð

Ætla að reisa um 800 íbúðir á tveimur reitum

Mynd: Skjáskot af Ruv.is

Reykjavíkurborg hefur gengið frá samningum sem ganga út á að um eða yfir 800 íbúðir verði reistar á Heklureitnum við Laugaveg og á Orkureitnum við Suðurlandsbraut. Borgarstjóri segir að þessir samningar séu til marks um það hversu mikill áhugi sé á uppbyggingu á lóðum meðfram borgarlínunni. Samningarnir, sem eru við eigendur lóðanna tveggja, voru samþykktir… Continue reading Ætla að reisa um 800 íbúðir á tveimur reitum

Skipulag hótels í gamla sjónvarpshúsinu fellt úr gildi

Mynd: Yrki - RÚV

Úrskurðarnefnd umhverfis-og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Reykjavíkurborgar um að samþykkja nýtt deiliskipulag fyrir Laugaveg 176 – 178, Bolholt 4-8 og Skipholt 33- 37. Til stendur að breyta gamla sjónvarpshúsinu við Laugaveg 176 í hótel og hafði verið undirritað samkomulag við Hyatt-hótelkeðjuna. Reykjavíkurborg efndi til hugmyndasamkeppni fyrir þremur árum um byggð á Heklureitnum svokallaða… Continue reading Skipulag hótels í gamla sjónvarpshúsinu fellt úr gildi

Ekki auðvelt að fylla rýmið sem losnar í miðborginni

Nýja húsnæðið við Austurhöfn mun spanna 16.500 fermetra. Fréttablaðið/Valli

Mikið framboð af skrifstofuhúsnæði kemur inn á markaðinn í miðborginni á næstu árum. Forstjóri Reita segir að hefja þurfi samtal við skipulagsyfirvöld um að fá heimild til að breyta skrifstofuhúsnæði í íbúðahúsnæði. Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita, segir að eigendur skrifstofurýmis í miðbænum þurfi að hefja samtal við skipulagsyfirvöld um að fá heimild til þess að… Continue reading Ekki auðvelt að fylla rýmið sem losnar í miðborginni

Hyatt-hót­el í gamla sjón­varps­hús­inu

Gamla sjón­varps­húsið við Lauga­veg. mbl.is/​Krist­inn Ingvars­son

Alþjóðlega hót­elkeðjan Hyatt og Reit­ir fast­eigna­fé­lag hafa und­ir­ritað sér­leyf­is­samn­ing um rekst­ur Hyatt Centric-hót­els á Lauga­vegi 176. Fast­eign­in, sem um ára­tuga skeið hýsti starf­semi Rík­is­sjón­varps­ins, verður end­ur­byggð og stækkuð þannig að hún rúmi 169 her­bergi, fund­ar­sali, veit­ingastað, heilsu­rækt og al­menn­ings­rými. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Reit­um. Þar seg­ir enn frem­ur að fast­eigna­fé­lagið stefni að því… Continue reading Hyatt-hót­el í gamla sjón­varps­hús­inu

Íbúðir gætu borgað þriðjung Miklubrautarstokks

Mynd: Reitir

Hægt væri að byggja allt að 1400 íbúðir og verslunar- og þjónustuhúsnæði ofan á Miklubrautarstokki og á ónýttu svæði við Miklubraut. Samkvæmt útreikningum Reykjavíkurborgar gætu gatnagerðargjöld og byggingarréttur numið rúmlega átta milljörðum, sem er rúmur þriðjungur af kostnaði við stokkinn. Í samkomulagi ríkis og sveitarfélaganna um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu er gert ráð fyrir því að… Continue reading Íbúðir gætu borgað þriðjung Miklubrautarstokks

Gríðarleg uppbygging íbúðarhúsnæðis áætluð á Suðurlandsbraut

Skjáskot af Visir.is

Fyrirhugað er að byggja allt að fimm hundruð íbúðir og sex þúsund fermetra af atvinnuhúsnæði við Suðurlandsbraut og Ármúla. Rífa á iðnaðarhúsnæði sem fyrir er á lóðinni en Orkuhúsið fær að standa. Borgarstjóri vonast til að hægt verði að hefja framkvæmdir á næstu misserum. Fasteignafélagið Reitir hyggst byggja að lágmarki 45.000 fermetra á lóðinni við… Continue reading Gríðarleg uppbygging íbúðarhúsnæðis áætluð á Suðurlandsbraut

Óvissa vegna mik­ill­ar upp­bygg­ing­ar

Mynd: Eggert Jó­hann­es­son /mbl.is

Allt stefn­ir í að fast­eigna­fé­lagið Reg­inn verði það stærsta sinn­ar teg­und­ar en árið 2015 var fé­lagið aðeins rúm­lega helm­ing­ur af stærð Reita, stærsta fast­eigna­fé­lags lands­ins. Í dag nema fjár­fest­ing­ar­eign­ir fé­lags­ins 127,8 millj­örðum króna en fjár­fest­inga­eign­ir Reita 144,1 millj­arði króna. Nokkuð erfitt er þó að henda reiður á arðsemi fjár­fest­ing­ar­verk­efna fé­lags­ins. Þetta er á meðal þess… Continue reading Óvissa vegna mik­ill­ar upp­bygg­ing­ar