Starfsfólki Iðnskólans boðin störf í nýja Tækniskólanum

Iðnskólinn í Hafnarfirði

Stjórn Tækniskólans hefur ákveðið að bjóða öllum fastráðnum starfsmönnum Iðnskólans í Hafnarfirði störf við Tækniskólann þegar skólarnir sameinast. Greint er frá þessu í tilkynningu frá stjórninni. Í tilkynningunni segir að starfstengd réttindi starfsmannanna muni haldast óbreytt. Tækniskólinn muni áfram reka skóla í núverandi húsnæði Iðnskólans og þeim húsum sem hann hefur til afnota. Námsframboð verði… Continue reading Starfsfólki Iðnskólans boðin störf í nýja Tækniskólanum

Nemendur Iðnskólans í Hafnarfirði krefjast endurskoðunar á sameiningu

Iðnskólinn í Hafnarfirði

Meirihluti nemenda við Iðnskólann í Hafnarfirði er andvígur fyrirhugaðri sameiningu við Tækniskólann. Þetta kemur fram í tilkynningu frá nemendunum sjálfum. „Nemendur við skólann stóðu á dögunum fyrir undirskriftasöfnun þar sem áformunum er mótmælt,” segir í tilkynningunni. Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur skoðað að sameinaðir verði Tækniskólinn í Reykjavík og Iðnskólinn í Hafnarfirði en sameiningin hefur verið… Continue reading Nemendur Iðnskólans í Hafnarfirði krefjast endurskoðunar á sameiningu

Kennarar Iðnskólans í Hafnarfirði uggandi

Iðnskólinn í Hafnarfirði

Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði ætla að krefjast staðfestingar strax eftir helgi að iðnnám verði áfram öflugt í bænum þótt Iðnskólinn í Hafnarfirði verði lagður niður og starfsemin hans renni inn í Tækniskólann ehf. Kennurum í Iðnskólanum í Hafnarfirði líst ekki á áformin.   Kennurum í Iðnskólanum í Hafnarfirði, sem verður öllum sagt upp þegar skólinn rennur… Continue reading Kennarar Iðnskólans í Hafnarfirði uggandi

Iðnskólinn í Hafnarfirði færður undir Tækniskólann

Iðnskólinn í Hafnarfirði

Iðnskólinn í Hafnarfirði verður lagður niður í núverandi mynd og starfsemin færð undir Tækniskólann. Menntamálaráðherra hefur tekið þessa ákvörðun sem byggð er á einróma niðurstöðu vinnuhóps um fýsileika sameiningar.   Sameining skólanna tveggja hefur lengi verið til umræðu. Hjólin fóru að snúast hraðar þegar stjórn Tækniskólans sem er einkahlutafélag óskaði eftir því í febrúar að… Continue reading Iðnskólinn í Hafnarfirði færður undir Tækniskólann

Unnið að sameiningu Iðnskólans og Tækniskólans

Iðnskólinn í Hafnarfirði

Unnið er nú að því innan mennta- og menningarmálaráðuneytisins að athuga hvort hagstætt sé að Iðnskólinn í Hafnarfirði renni inn í Tækniskóla Íslands. Nefnd er að störfum sem vinnur að fýsileikakönnun á samrunanum. Starfsmenn Iðnskólans í Hafnarfirði hafa áhyggjur af stöðunni. Starfandi skólameistari Iðnskólans, Þór Pálsson, var í lok janúar síðastliðins ráðinn sem aðstoðarskólameistari Tækniskólans.… Continue reading Unnið að sameiningu Iðnskólans og Tækniskólans