Fosshótel gert að greiða helming leigu

Fosshótel Reykjavík er stærsta hótel landsins. Mynd: Haraldur Guðjónsson

Leigusamningi Fosshótels Reykjavík og Íþöku vikið til hliðar í héraði og hótelinu gert að greiða helming vangoldinnar leigu. Héraðsdómur Reykjaness synjaði beiðni Fosshótels Reykjavík ehf. um staðfestingu á lögbanni er varðaði beiðni Íþöku fasteigna ehf. á greiðslu úr bankaábyrgð og af handveðsettum reikningi hótelsins hjá Íslandsbanka vegna vangoldinna leigugreiðsla. Leigusamningunum var hins vegar vikið til… Continue reading Fosshótel gert að greiða helming leigu

Leiguverð á húsnæðismarkaði hækkaði um 40,2% á fjórum árum

Frá ársbyrjun 2011 til loka júlí 2015 hefur leiguverð á húsnæðismarkaði hækkað um 40,2%. Á sama tíma hefur verð á íbúðarhúsnæði hækkað um 41,8%. Árið 2008 til 2010 var hlutfall fyrstu íbúðakaupa lægra en 10% en frá þeim tíma hefur kaupsamningum fjölgað og samhliða hefur hlutfall fyrstu íbúðakaupa hækkað verulega. Hlutfall þeirra sem voru að… Continue reading Leiguverð á húsnæðismarkaði hækkaði um 40,2% á fjórum árum

Hækkun húsaleigubóta getur hækkað húsaleigu

Hækkun húsaleigubóta mun ekki skila sér strax til leigjenda að mati hagfræðings. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur lagt til róttækar breytingar á aðkomu ríkisins að húsnæðismálum. Eitt af markmiðum aðgerðanna er að jafna húsaleiguog vaxtabætur eftir því sem frekast er unnt. Grunnupphæð vaxtabóta er nú 33 þúsund krónur en grunnupphæð húsaleigubóta er 22 þúsund… Continue reading Hækkun húsaleigubóta getur hækkað húsaleigu

Húsaleigufrumvarp setji allt í uppnám

Félagsstofnun stúdenta getur ekki sinnt grundvallarhlutverki sínu, verði nýtt húsaleigufrumvarp Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, að lögum. Rekstur Félagsbústaða yrði einnig í uppnámi. Þetta segja talsmenn samtakanna. Eygló segir hugsanlegt að frumvarpið verði endurskoðað. Tvö af fjórum frumvörpum Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, um húsnæðismál voru afgreidd á fundi ríkisstjórnarinnar í lok mars og bíða… Continue reading Húsaleigufrumvarp setji allt í uppnám