Burknagata opnuð fyrir umferð

Framkvæmdir eru nú í fullum gangi við byggingu nýs Landspítala. Mynd: Vísir

Burknagata verður opnuð fyrir umferð á morgun en um er að ræða hluta af gömlu Hringbrautinni sem lokað var vegna framkvæmda við nýja Landspítalann. Framkvæmdum miðar vel á svæðinu en yfir eitt þúsund sprengingar hafa verið framkvæmdar vegna þeirra. Framkvæmdir eru nú í fullum gangi við byggingu nýs Landspítala. Alls er verið að reisa fjórar… Continue reading Burknagata opnuð fyrir umferð

Falla frá hugmyndum um hótel á Byko-reitnum

Drög að útliti einnar byggingarinnar sem gert er ráð fyrir að rísi á Byko-reitnum Mynd: PLÚSARKITEKTAR

Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar hefur fyrir sitt leyti samþykkt að auglýsa tillögu Plúsarkitekta að breytingu á deiliskipulagi Byko-reitsins svokallaða. Nýir eigendur reitsins vilja falla frá hugmyndum um hótel á reitnum og fjölga þess í stað íbúðum. Borgarráð á eftir að samþykkja afgreiðslu skipulags- og umhverfisráðs. Reiturinn afmarkast af Framnesvegi, Hringbraut og Sólvallagötu en þar eru nú bílastæði.… Continue reading Falla frá hugmyndum um hótel á Byko-reitnum

Vega­fram­kvæmdir á Hring­braut að­fara­nótt mið­viku­dags

Mynd: Reykjavíkurborg

Til stendur að malbika báðar akreinar á Hringbraut, frá Melatorgi að Sæmundagötu þriðjudagskvöldið 25. júní og aðfaranótt miðvikudags 26. júní. Munu framkvæmdir standa yfir frá kl. 19:00 til 06:00 næsta morgun ef veður leyfir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Auk þess stendur til að fræsa tvær akreinar á Hringbraut, frá gatnamótum við Njarðargötu… Continue reading Vega­fram­kvæmdir á Hring­braut að­fara­nótt mið­viku­dags