Und­ir­búa end­ur­bæt­ur á kís­il­verk­smiðjunni

Kís­il­verk­smiðja Stakks­berg í Helgu­vík sem áður var í rekstri und­ir nafni United Silicon. Mynd: mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Fé­lagið Stakk­berg ehf. und­ir­býr end­ur­bæt­ur á fyrsta áfanga kís­il­verk­smiðjunn­ar í Helgu­vík en við hönn­un þeirra er lögð sér­stök áhersla á að lág­marka lyktaráhrif, enda ljóst að íbú­ar Reykja­nes­bæj­ar hafa af þeim mikl­ar áhyggj­ur. Þetta kem­ur fram í frummats­skýrslu um end­ur­bæt­ur á kís­il­verk­smiðju Stakks­berg í Helgu­vík, þar sem áður var rekst­ur und­ir nafni United Silicon. Áhyggj­ur… Continue reading Und­ir­búa end­ur­bæt­ur á kís­il­verk­smiðjunni

Höfnuðu tillögu utanríkisráðherra um framkvæmdir í Helguvík

Fram­kvæmd­ir sem Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, lagði til að farið yrði í við Helguvíkurhöfn hefðu kostað um 235 millj­ón­ir á ári frá 2021 til 2025, sam­tals um 1175 millj­ón­ir á fimm árum. Tillögu ráðherra var hinsvegar hafnað á ráðherra­fundi um rík­is­fjár­mál fyrr í mánuðinum. Hann seg­ir í sam­tali við mbl.is að fram­kvæmd­irn­ar hefðu fyrst og… Continue reading Höfnuðu tillögu utanríkisráðherra um framkvæmdir í Helguvík

Undirbúa framkvæmdir í Helguvík með herskip í huga

Mynd: Freyr Arnarson - RÚV

Hafnaryfirvöld hjá Reykjaneshöfnum hafa undirbúið möguleikann á því að höfnin í Helguvík geti tekið við stærri og lengri skipum en áður. Þá er sérstaklega horft til þess að herskip á vegum Atlantshafsbandalagsins geti haft þar aðstöðu. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Þar segir Halldór Karl Hermannsson, hafnarstjóri Reykjaneshafna, að undirbúningsvinnan sé að frumkvæði hafnaryfirvalda og… Continue reading Undirbúa framkvæmdir í Helguvík með herskip í huga

Endurbætur á silikonverksmiðju skapa um 90 störf

Verksmiðja Stakksbergs í Helguvík

Framkvæmdir við endurbætur á silikonverksmiðju Stakksbergs mun auka framboð á störfum um 70-90 þegar mest verður. Búast má við að um helmingur starfsmanna komi frá sveitarfélögum á Reykjanesi og af höfuðborgarsvæðinu. Þessum framkvæmdum fylgir aukin spurn eftir íbúðarhúsnæði í Reykjanesbæ og nágrenni og tengdri þjónustu. Þá er gert ráð fyrir að vegna framkvæmda við áfanga… Continue reading Endurbætur á silikonverksmiðju skapa um 90 störf

Fyrrverandi forstjóri Kadeco fær ekki lóðir undir gagnaver í Helguvík

Mynd: Sigtryggur Ari Jóhannsson

Umhverfis og skipulagsráð Reykjanesbæjar hafnaði umsóknum fyrirtækisins Airport City ehf. um lóðir undir gagnaver í Helguvík, en fyrirtækið sótti um tvær lóðir undir starfsemina. Fyrirtækið er í eigu fyrrverandi forstjóra Kadco, Kjartans Eiríkssonar og athafnamannsins Sverris Sverrissonar. Þá sótti fyrirtækið K16 einnig um lóð undir gagnaver í Helguvík. Þeirri umsókn var einnig hafnað. Ráðið benti… Continue reading Fyrrverandi forstjóri Kadeco fær ekki lóðir undir gagnaver í Helguvík

Heimila niðurrif á rússatogara í Helguvík

Mynd: Sudurnes.net

Stjórn Reykjaneshafnar hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, að niðurrif á rússneska togaranum Orlík verði framkvæmt í Helguvík. Heimildin er þó háð samþykki annara stofnanna. Undanfarin ár hefur staðið til að togarinn yrði fluttur erlendis til niðurrifs, en eigandinn, Hringrás, hefur nú sóst eftir því að niðurrifið verði framkvæmt hér á landi. Togarinn hefur verið staðsettur… Continue reading Heimila niðurrif á rússatogara í Helguvík

Tæplega 1,5 milljarður króna frá ríki í framkvæmdir við Helguvíkurhöfn

Tæplega 1,5 milljarður króna mun fara í framkvæmdir við Helguvíkurhöfn samkvæmt samgönguáætlun, sem samþykkt var á Alþingi þann 12. október síðastliðinn og sjá má í heild sinni á vef Alþingis. Málið var tekið fyrir á fundi stjórnar Reykjaneshafnar þann 27. október síðastliðinn og fagnar stjórnin samþykktinni. Lögð fram þingsályktun um fjögurra ára samgönguáætlun fyrir árin… Continue reading Tæplega 1,5 milljarður króna frá ríki í framkvæmdir við Helguvíkurhöfn

ÍAV lögðu niður störf í Helguvík: “Eigum útistandandi hátt í þúsund milljónir“

Mynd: VÍSIR.IS

Starfsmenn Íslenskra aðalverktaka lögðu niður störf við kísilver United Silicon á hádegi í gær. Ástæðuna segir verktakafyrirtækið vera að það hafi ekki fengið greitt fyrir verkið. „Allt í allt þá eigum við útistandandi hátt í þúsund milljónir hjá þeim. Aðgerðir okkar í gær snerust um að lágmarka okkar tjón,“ segir Sigurður Ragnarsson, forstjóri ÍAV, í… Continue reading ÍAV lögðu niður störf í Helguvík: “Eigum útistandandi hátt í þúsund milljónir“

Fresta gjalddaga í fimmta sinn á gatnagerðargjölum

Reykjanesbær

Reykjaneshöfn og Thorsil ehf. hafa í dag gert með sér samkomulag um að fyrsti gjalddagi gatnagerðargjalda á grundvelli Lóðar- og hafnarsamningsins færist aftur til 15. maí 2016. Þetta er í fimmta sinn sem gjalddaga er frestað. Tildrög samkomulagsins eru þau að framgangur verkefnisins sem Lóðar- og hafnarsamningurinn tekur til hefur verið nokkru hægari en ráð var… Continue reading Fresta gjalddaga í fimmta sinn á gatnagerðargjölum

Sækja um lóð undir steypustöð í Helguvík

Steypustöðin ehf. hefur sótt um lóð undir steypustöð í Helguvík. Sótt er um óstofnaða lóð við Stakksbraut í Helguvík til skipulags- og byggingarnefndar Sveitarfélagsins Garðs, en lóðin er innan sveitarfélagamarka Garðs. Nefndin tekur vel í erindið og er skipulags- og byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram. Steypustöðin ehf. er þegar með steypustöð í Helguvík en… Continue reading Sækja um lóð undir steypustöð í Helguvík