Vestfirðir: Flugvallaframkvæmdir vel undir áætlun

Frá lagningu slitlags á Bíldudal. Mynd: Finnbjörn Birgisson

Kostnaður við framkvæmdir og viðhald á flugvöllum á Vestfjörðum árin 2019 og 2020 urðu vel undir kostnaðaráætlun samkvæmt yfirliti sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra lagði fram á Alþingi nýlega. Það var þingmaðurinn Líneik Anna Sævarsdóttir sem kallaði eftir upplýsingum um verkefni á flugvöllum landsins þessi ár. Á Ísafirði voru tvö verkefni. Annars vegar malbikun bílastæða og… Continue reading Vestfirðir: Flugvallaframkvæmdir vel undir áætlun

Rafmagn lagt í jörð á Gjögursvæðinu

Orkubú Vestfjarða hefur nú undanfarna daga verið að leggja rafmagnsstreng í jörð til Gjögurs út á Gjögurflugvöll og Gjögurvita, einnig að Grænhóli og sumathúsið Nátthaga við Víganes og á Víganes. Áður var búið að leggja jarðstreng til Kjörvogs.  Allt er lagt með þriggja fasa strengjum. Nú verður allt rafmagn í jörðu frá Kjörvogi um Gjögursvæðið… Continue reading Rafmagn lagt í jörð á Gjögursvæðinu

Fyrsta áætlunarflug eftir framkvæmdir á Gjögurflugvelli.

Mynd: Litlihjalli.is

fyrsta áætlunarflug Ernis á Gjögurflugvöll eftir að klæðning var sett á flugbrautina. Engin ljós eru komin á brautina en búið að merkja hana. Nú í september mun Flugfélagið Ernir fljúga einungis einu sinni í viku og það á þriðjudögum, (takið eftir breytt áætlun frá því í vor.) En í október verður flogið tvisvar í viku… Continue reading Fyrsta áætlunarflug eftir framkvæmdir á Gjögurflugvelli.

Framkvæmdir ganga vel á Gjögurflugvelli. Búið að leggja fyrra klæðningarlagið.

Mynd: Litlihjalli.is

Það gengur vel hjá Borgarverki ehf, með framkvæmdir á flugvellinum á Gjögri, en framkvæmdir byrjuðu 22. júní. Byrjað var á að moka gamla malarslitlaginu af brautinni, það var notað til að lengja brautina aðeins í suðvestur,og verður því lengra öryggissvæði. Þá voru grafnir skurðir meðfram brautinni fyrir ljósabrunna, en nú liggja rör á milli allra… Continue reading Framkvæmdir ganga vel á Gjögurflugvelli. Búið að leggja fyrra klæðningarlagið.

Opnun tilboða vegna endurbóta flugbrautar á Gjögurflugvelli 2015

15856 – Gjögurflugvöllur Endurbætur flugbrautar 2015 Lesin upp nöfn bjóðenda og heildartilboðsfjárhæð. 1. Vörubifreiðastjórafélagið Mjölnir kr. 103.020.000.- 2. Borgarverk ehf. kr. 95.824.000.- 3. Jarðlist ehf. kr. 77.762.940.- Fleiri tilboð bárust ekki. Kostnaðaráætlun kr. 123.002.140.- Engar athugasemdir…. Heimild: Ríkiskaup.is