Risaverkefni fyrir Vegagerðina í kjölfar hamfaraflóða

Þverá skemmdi hluta Eyjafjarðarbrautar eystri. Mynd: Akureyrarbær

Vegagerðin hefur í nógu um að snúast þessa dagana eftir að hættustigi vegna vatnavaxta var aflétt. Hamfaraflóð í Fnjóská og Þverá, eftir miklar leysingar í hitabylgjunni að norðan, sleit í sundur vegi á nokkrum stöðum. Gunnar H. Guðmundsson, svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Akureyri, segir verkefni næstu vikna verða á tveimur stöðum, hins vegar í Fnjóskadal og… Continue reading Risaverkefni fyrir Vegagerðina í kjölfar hamfaraflóða

Framkvæmdir hafnar við Hólsvirkjun

Frá framkvæmdasvæðinu. Mynd: Framsýn.is

Framkvæmdir við Hólsvirkjun í Fnjóskadal eru nú í fullum gangi, en vinna við verkið hófst um miðjan maí. Það er fyrirtækið Arctic Hydro sem hyggst reisa þar 5,5 megavatta virkjun og hleypur kostnaður við framkvæmdina á tveimur milljörðum króna. Virkjunin á Hólsdal er stærsta innviðafjárfesting sem gerð hefur verið í norðanverðum Fnjóskadal til þessa. Tæknileg… Continue reading Framkvæmdir hafnar við Hólsvirkjun

Framkvæmdir hafnar við Hólsvirkjun

Mynd: Gunnlaugur Starri Gylfason - RÚV

Framkvæmdir eru hafnar við Hólsvirkjun í Fnjóskadal og er vonast að til að virkjunin verði gangsett eftir tæpt ár. Fjárfestingin hleypur á tveimur milljörðum króna. Allir bæir í Fnjóskadal verða brátt tengdir þriggja fasa rafmagni. Arctic Hydro hyggst reisa 5,5 megavatta virkjun nyrst í Fnjóskadal. Gerð verður 150 metra breið og átta metra há stífla… Continue reading Framkvæmdir hafnar við Hólsvirkjun